Opið hús, kynning á skipulagstillögum verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, miðvikudaginn 15. júní kl. 16:30 – 17:30.
Kynntar verða tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi „víkingaveraldar“ á Langahrygg ásamt umhverfisskýrslu. Breyting á aðalskipulagi felst í því að um 10 ha landbúnaðarsvæði breytist í „afþreyingar- og ferðamannasvæði“ en tillaga að deiliskipulagi gerir grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu víkingabæjar með fornu lagi, sem veiti innsýn í aðstæður og lifnaðarhætti landsmanna á þjóðveldisöld. Áður hafa verið kynntar hliðstæðar tillögur fyrir stað nokkru vestar, en vegna vatnsverndarsjónarmiða hefur hugmyndinni verið valin nýr staður.
Um er að ræða forkynningu skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga, þar sem segir m.a. að áður en tillögur að aðalskipulagi og/eða deiliskipulagi eru teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn, skuli þær kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að koma á opið hús og kynna sér tillögurnar.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: