Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. júní 2016

Opið hús, kynn­ing á skipu­lagstil­lög­um verð­ur í fund­ar­saln­um Helga­felli á 2. hæð í Kjarna, Þver­holti 2, mið­viku­dag­inn 15. júní kl. 16:30 – 17:30.

Kynnt­ar verða til­lög­ur að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi „vík­inga­ver­ald­ar“ á Langa­hrygg ásamt um­hverf­is­skýrslu. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi felst í því að um 10 ha land­bún­að­ar­svæði breyt­ist í „af­þrey­ing­ar- og ferða­manna­svæði“ en til­laga að deili­skipu­lagi ger­ir grein fyr­ir fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu vík­inga­bæj­ar með fornu lagi, sem veiti inn­sýn í að­stæð­ur og lifn­að­ar­hætti lands­manna á þjóð­veldisöld. Áður hafa ver­ið kynnt­ar hlið­stæð­ar til­lög­ur fyr­ir stað nokkru vest­ar, en vegna vatns­vernd­ar­sjón­ar­miða hef­ur hug­mynd­inni ver­ið valin nýr stað­ur.

Um er að ræða forkynn­ingu skv. 30. og 40. gr. skipu­lagslaga, þar sem seg­ir m.a. að áður en til­lög­ur að að­al­skipu­lagi og/eða deili­skipu­lagi eru tekn­ar til af­greiðslu í sveit­ar­stjórn, skuli þær kynnt­ar íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins og öðr­um hags­muna­að­il­um á al­menn­um fundi eða á ann­an full­nægj­andi hátt.

Íbú­ar og að­r­ir hags­muna­að­il­ar eru hvatt­ir til að koma á opið hús og kynna sér til­lög­urn­ar.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00