Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. febrúar 2025

Á Út um allt má finna yfir 30 úti­vist­ar­svæði og 40 göngu- og hjóla­leið­ir um allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, og mun bæt­ast í eft­ir því sem vef­ur­inn þró­ast.

Vef­ur­inn er ein­fald­ur í notk­un og sýn­ir stað­setn­ingu not­anda á korti í raun­tíma.

Út um allt, nýr upp­lýs­inga­vef­ur um úti­vist­ar­mögu­leika á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var form­lega tek­inn í notk­un á fundi stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH), mánu­dag­inn 3. fe­brú­ar. Á vefn­um utum­allt.is er að finna yf­ir­lit og upp­lýs­ing­ar um yfir 30 skemmti­leg úti­vist­ar­svæði og 40 kort­lagð­ar göngu- og hjóla­leið­ir, vítt og breytt um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Leið­um fylgja gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar, til að mynda um erf­ið­leik­ast­ig og tíma­lengd, og get­ur not­andi jafn­framt séð eig­in stað­setn­ingu á korti og fylgt leið í raun­tíma. Á síð­unni er góð leit­ar­vél og hægt er að sía eft­ir ýms­um breyt­um á borð við sveit­ar­fé­lag, að­stöðu, þjón­ustu og að­gengi. Vef­ur­inn, sem er bæði á ís­lensku og ensku, er sam­starfs­verk­efni SSH og Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Aukin hreyf­ing og nýt­ing á græn­um svæð­um

„Eitt af leið­ar­ljós­um sókn­aráætl­un­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er að stuðla að heil­næmu um­hverfi og heil­brigðu lífi. Í því ljósi ákváð­um við að þróa og setja upp vand­að­an úti­vist­ar­vef sem gef­ur yf­ir­sýn yfir þá fjöl­breyttu úti­vist­ar­mögu­leika sem höf­uð­borg­ar­svæð­ið býð­ur upp á. Þeir verða þann­ig bæði sýni­legri og að­gengi­legri fyr­ir íbúa. Við von­umst inni­lega til að vef­ur­inn stuðli að auk­inni hreyf­ingu, ánægju og nýt­ingu á græn­um svæð­um.“ seg­ir Páll Björg­vin Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri SSH. Páll Björg­vin bend­ir á að Út um allt teng­ist fleiri verk­efn­um sem stuðla að mark­mið­um sókn­aráætl­un­ar­inn­ar, til að mynda Kort­lagn­ingu úti­vist­ar­svæða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem lauk árið 2023. Vef­ur­inn er einn­ig tengd­ur sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og þeirri um­fangs­miklu upp­bygg­ingu hjóla- og göngu­stíga sem þar er kveð­ið á en síð­an er hönn­uð til að nýta hjóla- og göngu­stíga­net höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til fram­tíð­ar.

Mik­ið sam­ráð og þarf­agrein­ing

„Þetta hef­ur ver­ið ein­stak­lega skemmti­legt verk­efni í þró­un og hafa m.a. sjálf­boða­lið­ar tek­ið þátt í kort­lagn­ingu slóða. Má sér­stak­lega nefna hjól­reiða­sam­tökin Reið­hjóla­bænd­ur sem merktu og skráðu fyr­ir okk­ur hjóla­leið­ir og flokk­uðu eft­ir erf­ið­leika­stigi, og fær­um við þeim bestu þakk­ir“ seg­ir Páll Björg­vin.

Út um allt hef­ur ver­ið tæp tvö ár í und­ir­bún­ingi. Ráð­ist var í djúpa þarf­agrein­ingu og var sam­ráð haft við íbúa, sveit­ar­fé­lög­in, ferða­þjón­ust­una og aðra hag­að­ila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, enda mik­il­vægt að vef­ur­inn sé snið­inn að þörf­um not­enda. Vef­ur­inn bygg­ir á mið­lægu skrán­ing­ar­kerfi og gagna­grunni Ferða­mála­stofu sem held­ur utan um göngu­leið­ir og úti­vist­ar­svæði um land allt. Fyr­ir­tæk­ið Sjá – óháð ráð­gjöf sá um und­ir­bún­ing og þarf­agrein­ingu en fyr­ir­tæk­ið Um að gera sá um hönn­un og smíði.

„Við mun­um nú halda áfram að þróa Út um allt og bæta við leið­um og skemmti­leg­um svæð­um. Við hvetj­um alla til þess að nýta sér vef­inn og fara út og njóta nátt­úr­unn­ar sem um­vef­ur höf­uð­borg­ar­svæð­ið“ seg­ir Inga Hlín Páls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.


Á mynd­inni má sjá Ingu Hlín Páls­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Pál Björg­vin Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóra SSH.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00