Um hátíðarnar verður vetrarþjónusta gatna og göngustíga bæjarins samkvæmt venju en sérstök áhersla verður lögð á að þjónusta þá göngustíga sem liggja um Varmársvæði og að Ævintýragarðinum. Því verða þeir göngustígar sem liggja að frisbígolfvelli og hjólabraut vel greiðfærir og leiksvæðin kjörinn vettvangur fyrir útivist og hreyfingu. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þjónustuna, njóta útiveru, samveru og bregða á leik.
Stígur 1 er 850 metra langur og liggur á Varmársvæði í kringum gervigrasvöllinn.
Stígur 2 er 1,6 km. langur og liggur frá Varmársvæði í kringum Ævintýragarðinn.