Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. desember 2023

Um helg­ina fór fram vígsla á tveim­ur nýj­um stóla­lyft­um sem ganga und­ir nöfn­un­um Drottn­ing og Gosi og fyrsta áfanga af snjó­fram­leiðslu­kerfi í Bláfjöll­um.

Um stærsta áfanga í upp­bygg­ing­ar­sögu skíða­svæð­ins­ins í Bláfjöll­um er að ræða. Upp­bygg­ing­unni er ætlað að hafa já­kvæð áhrif á upp­lif­un not­enda með því að skíða­dög­um fjölgi með snjó­fram­leiðslu­bún­aði, rað­ir í lyft­ur heyri sög­unni til með nýj­um lyft­um, það verði hægt að opna fyrr og hafa opið þrátt fyr­ir hláku­tíma­bil.

Fram­kvæmd­irn­ar á svæð­inu eru sam­kvæmt sam­komu­lagi um viða­mikla upp­bygg­ingu á skíða­svæð­un­um, en vinna vegna þess hef­ur stað­ið yfir á vett­vangi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) allt frá ár­inu 2018.

Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs var full­trúi Mos­fells­bæj­ar við vígsluna ásamt full­trú­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Snjó­fram­leiðsla hef­ur stað­ið yfir und­an­farna daga þeg­ar veð­ur­skil­yrði hafa ver­ið rétt til fram­leiðsl­unn­ar og því standa von­ir til að hægt verði að opna skíða­svæð­ið í Bláfjöll­um fyr­ir jól.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00