Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. desember 2020

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2021 og næstu þrjú ár þar á eft­ir var sam­þykkt í bæj­ar­stjórn þann 9. des­em­ber.

„Fjár­hags­áætlun árs­ins 2021 er unn­in í skugga heims­far­ald­urs en end­ur­spegl­ar um leið sterka stöðu sveit­ar­fé­lags­ins til að mæta tíma­bundn­um fjár­hags­leg­um áföll­um. Minnk­andi skatt­tekj­ur og auk­inn rekstr­ar­kostn­að­ur vegna kór­óna­veirunn­ar hef­ur nei­kvæð áhrif á af­komu sveit­ar­fé­laga. Í fjár­hags­áætlun árs­ins 2021 er gert ráð fyr­ir um 567 m.kr. halla á rekstri sveit­ar­fé­lags­ins. Efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins eru það mik­il á rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins að óhjá­kvæmi­legt er ann­að en að bæj­ar­sjóð­ur verði rek­inn með halla. Hinn mögu­leik­inn hefði ver­ið að skera veru­lega nið­ur í rekstri og þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins. Það er ekki skyn­sam­leg stefna við ríkj­andi að­stæð­ur og ég tel að okk­ur hafi tek­ist að verja þjón­ustu við íbúa. Mos­fells­bær býr að því að hafa ver­ið með góð­an og ábyrg­an rekst­ur und­an­farin ár og því hægt að reka bæj­ar­sjóð með halla til skamms tíma þó að það leiði óhjá­kvæmi­lega til auk­inn­ar skuld­setn­ing­ar,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri.

Helstu nið­ur­stöð­ur fjár­hags­áætl­un­ar 2021:

  • Rekstr­arnið­ur­staða nei­kvæð um 567 m.kr.
  • Skulda­við­mið við árslok 113,3%.
  • Áætlað veltufé frá rekstri verð­ur já­kvætt um 486 m.kr. eða tæp­lega 3,7% af heild­ar­tekj­um.
  • Út­svars­pró­senta óbreytt eða 14,48% af út­svars­stofni.
  • Tekj­ur verði 13.307 m.kr.
  • Gjöld án fjár­magnsliða 12.673 m.kr.
  • Fjár­magnslið­ir 686 m.kr.
  • Fyr­ir­hug­að er að fram­kvæma fyr­ir 2.560 m.kr. sem að mestu renn­ur til skóla-, gatna- og veitu­mann­virkja.
  • Gert er ráð fyr­ir að íbú­um fjölgi um rúm­lega 4,4% milli ára, en þeir eru nú um 12.600.
  • Hóf­leg hækk­un gjald­skráa til sam­ræm­is við stefnu­mörk­un lífs­kjara­samn­ing­anna.
  • Leik­skóla­gjöld lækka um 5%.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00