Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. nóvember 2024

Áætl­að­ur rekstr­araf­gang­ur er 716 millj­ón­ir króna árið 2025.

Fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2025 end­ur­spegl­ar hátt fjár­fest­ing­arstig og for­gangs­röðun í þágu barna og ung­linga. Fyrri um­ræða bæj­ar­stjórn­ar um áætl­un­ina fór fram í dag, mið­viku­dag­inn 6. nóv­em­ber.

  • Heild­ar­tekj­ur eru áætl­að­ar 22.995 m.kr. og þar af eru áætl­að­ar út­svar­s­tekj­ur 12.179 m.kr.
  • Tekj­ur af bygg­ing­ar­rétti eru áætl­að­ar 514 m.kr.
  • Áætlað er að fram­kvæma í A-hluta fyr­ir 4.039 m.kr. og fyr­ir 1.340 m.kr. í B-hluta. Tekj­ur af gatna­gerð eru 1.295 m.kr. og sam­tals er því kostn­að­ur vegna fram­kvæmda A- og B-hluta 4.084 m.kr.
  • Af­gang­ur verð­ur af rekstri A- og B-hluta, 716 m.kr., þrátt fyr­ir hátt fjár­fest­ing­arstig.
  • Veltufé frá rekstri verð­ur já­kvætt um 1.982 m.kr., þ.e. um 9% af heild­ar­tekj­um.
  • Álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­skatts A hækk­ar úr 0,19% í 0,20%. Að­r­ar álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­skatts verða óbreytt­ar.
  • Gert er ráð fyr­ir að álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars verði óbreytt, þ.e. 14,97%, í sam­ræmi við lög­bundna heim­ild sveit­ar­fé­laga.
  • Hækk­un á gjald­skrám sem varða börn verða 3,5% en að­r­ar gjald­skrár hækka al­mennt um 3,9%.
  • Áætluð íbúa­fjölg­un er 2% og gert er þá ráð fyr­ir að íbú­ar verði 13.789 í byrj­un árs 2025.

Hátt fjár­fest­ing­arstig og áhersla á börn og ung­linga

Fjár­fest­ing­ar árs­ins 2025 end­ur­spegla þá miklu upp­bygg­ingu sem er í bæj­ar­fé­lag­inu, auk þess sem áhersla er á við­hald eigna, sér­stak­lega í skól­um og íþrótta­mann­virkj­um.

Fjár­fest­ing­ar í stofn­un­um bæj­ar­ins eru áætl­að­ar um 3 millj­arð­ar króna. Fjár­fest­ing­ar í gatna­gerð og veitna­kerfi eru áætl­að­ar um 2 millj­arð­ar króna.

Nýr leik­skóli verð­ur tek­inn í notk­un í Helga­fells­hverfi á ár­inu og er hann ein stærsta ein­staka fjár­fest­ing­in árið 2025, eða um 830 m.kr.

Upp­bygg­ing Varmár­svæð­is vegna end­ur­nýj­un­ar á að­al­velli, fram­kvæmd­ir við nýja frjálsí­þrótta­braut og hönn­un á nýrri þjón­ustu og að­komu­bygg­ingu og stúku nem­ur um 800 millj­ón­um króna.

Þá verð­ur nýtt íþrótta­hús tek­ið í notk­un við Helga­fells­skóla og nýtt hús­næði verð­ur keypt fyr­ir skamm­tíma­vist­un fyr­ir fötluð börn.

Þá er lögð mik­il áhersla á við­hald eigna í íþrótta­mann­virkj­um og skóla­bygg­ing­um, auk end­ur­nýj­un­ar á skóla­lóð­um.

Stærstu verk­efn­in í veit­um og gatna­gerð tengjast nýju at­vinnusvæði, Korpu­túni, en auk þess er mik­il áhersla lögð á end­ur­nýj­un lagna og gatna­kerf­is í eldri hverf­um.

Lægstu leik­skóla­gjöld­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru í Mos­fells­bæ og er gert ráð fyr­ir að gjald­skrár sem varða þjón­ustu við börn hækki ein­ung­is um 3,5%, þ.e. í sam­ræmi við markmið kjara­samn­ing­anna 2024.

Þá var jafn­framt lögð fram í bæj­ar­stjórn að­gerðaráætlun í mál­efn­um barna og ung­menna í sam­ræmi við bók­un bæj­ar­stjórn­ar fyrr í haust vegna fjölg­un­ar barna­vernd­ar­til­kynn­inga.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri:

„Við erum sveit­ar­fé­lag í örum vexti sem krefst mik­ill­ar inn­við­a­upp­bygg­ing­ar og er fjár­fest­ingast­ig með því hæsta í sögu sveit­ar­fé­lags­ins. Þar erum við fyrst og fremst að fjár­festa í skól­um og íþrótta­mann­virkj­um enda börn og ung­menni mik­ið áherslu­mál hjá okk­ur. Þrátt fyr­ir afar krefj­andi efna­hags­um­hverfi þá stefn­um við að því að skila 716 millj­óna króna rekstr­araf­gangi.“


Mynd: Al­exía Guð­jóns­dótt­ir

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00