Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2023

Næst­kom­andi mánu­dags- og þriðju­dags­kvöld þann 23. og 24. októ­ber verð­ur Vega­gerð­in við við­halds­vinnu á brúnni yfir Köldu­kvísl í Mos­fells­bæ.

Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar hefj­ist kl. 19:00 og verði lok­ið kl. 04:00 bæði kvöld­in.

Hring­veg­in­um verð­ur lokað á milli Þing­valla­veg­ar og mis­lægra gatna­móta við Leir­vogstungu á með­an á fram­kvæmd­um stend­ur og verð­ur um­ferð beint um hjá­leið í gegn­um Leir­vogstungu­hverfi, Tungu­veg, Skeið­holt og Þver­holt í Mos­fells­bæ. Við­eig­andi merk­ing­ar og hjá­leið­ir verða sett­ar upp.

Veg­far­end­ur eru beðn­ir um að virða merk­ing­ar og hraða­tak­mark­an­ir og sýna að­gát við vinnusvæð­in. Vinnusvæð­in eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.

Ábyrgð­ar­mað­ur veg­hald­ara er Sig­ur­jón Karls­son, 691-4134, ábyrgð­ar­mað­ur merk­inga er Ingvi, 660-1921.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00