Næstkomandi mánudags- og þriðjudagskvöld þann 23. og 24. október verður Vegagerðin við viðhaldsvinnu á brúnni yfir Köldukvísl í Mosfellsbæ.
Áætlað er að framkvæmdirnar hefjist kl. 19:00 og verði lokið kl. 04:00 bæði kvöldin.
Hringveginum verður lokað á milli Þingvallavegar og mislægra gatnamóta við Leirvogstungu á meðan á framkvæmdum stendur og verður umferð beint um hjáleið í gegnum Leirvogstunguhverfi, Tunguveg, Skeiðholt og Þverholt í Mosfellsbæ. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Ábyrgðarmaður veghaldara er Sigurjón Karlsson, 691-4134, ábyrgðarmaður merkinga er Ingvi, 660-1921.