Viðhaldi og betrumbótum er nú lokið í móttöku- og flokkunarstöð. Íbúar í Mosfellsbæ geta því aftur sett plast í poka með almenna sorpinu.
Viðhaldi og betrumbótum er nú lokið í móttöku- og flokkunarstöð. Unnið var að þéttingum á milli færibanda með að setja upp stýrirennur svo efni lendi ekki á gólfi.
Gólf í gömlu byggingu móttöku og flokkunarstöðvarinnar var orðið slitið og tært og var lagt yfir það nýtt lag af steypu. Skipt var út gúmmíi á færiböndum sem flytja lífrænan úrgang út í flutningstæki til GAJA. Rekstur fer í fullan gang í dag og Kári heldur áfram að safna plasti í pokum.
Íbúar í Mosfellsbæ geta því aftur sett plast í poka með almenna sorpinu. Takk fyrir aðstoðina og skilninginn meðan á viðhaldinu stóð.
Tengt efni
Afhending nýrra tunna heldur áfram 30. og 31. maí í Hlíða- og Tangahverfi
Íbúar í eftirtöldum götum fá afhentar nýjar tunnur fyrir nýja úrgangsflokkunarkerfið samkvæmt sorphirðudagatali okkar þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. maí.
Íbúar í Hamratúni 6 fengu fyrstu tvískiptu tunnuna í Mosfellsbæ
Hjónin Sigríður Wöhler og Halldór Þórarinsson sem búa í Hamratúni 6 voru fyrstu íbúarnir til að taka við nýrri tvískiptri tunnu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang sem er hluti af nýja úrgangsflokkunarkerfinu.
Ósk íbúa um möguleika á tvískiptum tunnum fyrir plastumbúðir og pappír/pappa
Íbúar í sérbýlum þ.e. í einbýlum, raðhúsum og parhúsum fá þriðju tunnuna afhenta þessa dagana nú þegar nýtt flokkunarkerfi verður innleitt.