Viðhaldi og betrumbótum er nú lokið í móttöku- og flokkunarstöð. Íbúar í Mosfellsbæ geta því aftur sett plast í poka með almenna sorpinu.
Viðhaldi og betrumbótum er nú lokið í móttöku- og flokkunarstöð. Unnið var að þéttingum á milli færibanda með að setja upp stýrirennur svo efni lendi ekki á gólfi.
Gólf í gömlu byggingu móttöku og flokkunarstöðvarinnar var orðið slitið og tært og var lagt yfir það nýtt lag af steypu. Skipt var út gúmmíi á færiböndum sem flytja lífrænan úrgang út í flutningstæki til GAJA. Rekstur fer í fullan gang í dag og Kári heldur áfram að safna plasti í pokum.
Íbúar í Mosfellsbæ geta því aftur sett plast í poka með almenna sorpinu. Takk fyrir aðstoðina og skilninginn meðan á viðhaldinu stóð.