Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar vinnur að því í sumar í samstarfi við skátafélagið Mosverja að skipta út öllum stikum sem eru úr plasti fyrir tré stikur á stikuðum gönguleiðum. Verkefnið hófst síðasta sumar og er gert ráð fyrir að klára það næsta sumar. Stikurnar sem skipt var um í fyrra voru um 150 og er stefnt að því að skipta út um 300 stikum í ár.
Tröppustígur í Úlfarsfelli verður einnig lagfærður í samvinnu við Mosverja ásamt hringsjá á Reykjafelli.
Girðingastigar verða lagfærðir og tveir nýir verða settir upp á Vetrarmýrarhálsi við Æsustaðafjall og á Skáldaleið frá Gljúfrasteini upp með Köldukvísl og að Helgufossi.
Einnig eru fyrirhugaðar viðgerðir á eftirfarandi göngubrúm:
- Seljadalsá við Hafravatn
- Varmá við Borgarlæk
- Jónsselslækur við Gljúfrastein
- Kaldakvísl ofan Helgufoss
Þá er unnið að almennu viðhaldi á gönguleiðum og er til að mynda vinna við stíg frá Bringum niður að Helgufossi langt á veg komin.
Tengt efni
Haustblómin mætt
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2024
Opið er fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Trjágróður klipptur og grisjaður
Garðyrkjudeild ásamt verktökum vinnur að því að grisja og klippa á öllum opnum svæðum bæjarins þessa dagana og mun sú vinna standa fram á vorið.