Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar og gróðrarstöðin Dalsgarður í Mosfellsdal standa fyrir blómasýningum á vordögum, hún verður staðsett á torginu í Kjarna og undirbúningur stendur nú yfir. Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl nk. hefst túlípanasýning og mun standa yfir í um viku tíma. Í framhaldi verður sett upp sumarblómasýning og eru íbúar hvattir til að mæta í Kjarna, staldra við og finna ilminn af sumrinu.
Kósí-Kjarni í nýrri mynd
Vegna breytinga og fyrirhugaðra blómasýninga hefur Kósí-Kjarni verið tekinn niður tímabundið en unnið er að breytingum á svæðinu og mun Kósí Kjarni verða settur upp í nýrri mynd þegar líður að sumri.