Veðurstofan vill ítreka ábendingar til almennings frá því í gær vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkuð há gildi á bennisteinsdíoxíð og súlfötögnum hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Hvalfirði frá því árla í morgun auk þess sem móðan er vel sýnileg á höfuðborgarsvæðinu. Leiðbeiningar til almennings eru þær sömu og í gær, einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fari sér varlega og ung börn sofi ekki utandyra. Þá má bæta við að aukinna áhrifa getur gætt þegar fólk erfiðar utandyra í gosmóðu.
English:
The Icelandic Met Office wants to stress the warning from yesterday regarding the volcanic fog (vog) in the capital area. Rather high values of sulfur dioxide gas (SO2) and sulfate particles (SO4) have been measured since early this morning in the capitol area and up to Hvalfjörður and the haze has been clearly visible in Reykjavík. Instructions to the public are still the same, people sensitive to air pollution are advised stay alert to the situation and young children are not to be left outside to sleep. Additionally it can be added that all strenuous activities outside can increase chances of being affected by the gases.
Tengt efni
Talsverð mengun víða á höfuðborgarsvæðinu
Eldgos á Reykjanesi - Mikil gasmengun á svæðinu
Eldgos hófst um kl. 16:40 við Litla-Hrút í gær.
Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar
Einn fylgifiskur eldgoss er gasmengun sem getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma.