Talsverð mengun mælist nú frá eldgosinu við Sundhnúkagígaröð víða á höfuðborgarsvæðinu og á vestanverðu Suðurlandi.
Um er að ræða:
- Brennisteinsdíoxíð gas (SO2)
- Fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4)
Hæstu gildi SO2 á höfuðborgarsvæðinu eru komin yfir 500 µg/m3 og viðbúið er að þessi mengun verði viðvarandi í allan dag.
Fólk sem er viðkvæmt fyrir í öndunarfærum getur fundið fyrir óþægindum. Æskilegt er að takmarka mikla líkamlega áreynslu utandyra og forðast að láta ungabörn sofa utandyra þegar mengun er þetta mikil.
Tengt efni
Eldgos á Reykjanesi - Mikil gasmengun á svæðinu
Eldgos hófst um kl. 16:40 við Litla-Hrút í gær.
Ítrekun á viðvörun vegna gasmökks
Veðurstofan vill ítreka ábendingar til almennings frá því í gær vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu.
Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar
Einn fylgifiskur eldgoss er gasmengun sem getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma.