Dr. Bæk verður í Bókasafninu laugardaginn 10. maí kl. 12:00 – 15:00.
Við hvetjum allt hjólreiðafólk til að koma með hjólin sín í fría ástandsskoðun hjá doktornum í upphafi sumars. Hann kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.
Öll velkomin!