Tækjum sem sinna mokstri stofn- og tengibrauta hefur verið fjölgað til þess að auka og bæta vetrarþjónustu og ætti mokstri á þeim leiðum að vera lokið fyrir kl. 8:00 á morgnana. Einnig hefur tækjum sem sinna mokstri á bílaplönum stofnana og í helstu húsagötum verið fjölgað.
Hálkuvarnir og mokstur helstu húsagatna verða metnar hverju sinni af eftirlitsvakt og farið í fyrirbyggjandi aðgerðir og hálkuvarnir þannig að snjór safnist ekki upp og myndi klakabrynjur. Viðmið um snjómagn í húsagötum sem miðaðist áður við 15 cm snjódýpt miðast nú við 10 cm snjódýpt.
Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um mokstur og hálkueyðingu á öllum stígum bæjarins og helstu gangstéttum í hverfum þar sem hægt er að koma því við. Allt stígakerfi bæjarins er í fyrsta forgangi og er miðað við að snjó og hálkueyðingu sé lokið fyrir kl. 7:30. Sérstök áhersla er lögð á allt stígakerfi til og frá skólum og íþróttamannvirkjum og einnig að svokallaður samgöngustígur sé að öllu jöfnu alltaf fær hjólandi og gangandi umferð.
Tengt efni
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.
Snjómokstur í dag mánudaginn 5. febrúar 2024
Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.
Snjómokstur í dag mánudaginn 29. janúar 2024
Snjómokstur hófst í nótt og eru 12 snjóruðningstæki við vinnu. Lögð var áhersla á að moka strætóleiðir og allar helstu stofn- og tengileiðir í bænum sem ættu að vera vel færar fyrir kl 7:30.