Eins og kemur fram í grein ferðamiðilsins Lonely Planet um 12 mest spennandi ferðamannastaði á Íslandi er margt áhugavert að sjá og erfitt að velja úr þeim lista staða sem vert er að heimsækja. Mosfellsbær er í fyrsta sæti á þeim lista og því mest spennandi ferðamannastaðurinn á landinu samkvæmt honum.
Í greininni segir að bærinn sé vinalegt nágrannasveitarfélag Reykjavíkur sem býður upp á marga kosti eins fellin sjö, Hafravatn, grænmetismarkaðinn í Mosfellsdal á sumrin, Gljúfrastein, Laxnes hestaleigu og Álafosskvos.
Lonely Planet hefur starfað í að verða 50 ár og gefur sig út fyrir að huga ekki eingöngu að því hvernig á að ferðast heldur afhverju fólk ferðast og hvernig hægt er að aðstoða ferðamenn á þeirra ferðalagi.
Mosfellsbær er eitt af þeim sveitarfélögum sem komu að stofnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins sem hóf starfsemi á síðastliðnu ári og er aðildarfélagi að henni. Markaðsstofunni er ætlað að styðja við ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Tengt efni
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Samstarf um lagningu skíðagönguspora
Gönguskíðaspor í Mosfellsbæ
Gönguskíðabrautir hafa verið lagðar í landi Blikastaða og á Hafravatni.