Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. febrúar 2024

Eins og kem­ur fram í grein ferða­mið­ils­ins Lonely Pla­net um 12 mest spenn­andi ferða­mannastaði á Ís­landi er margt áhuga­vert að sjá og erfitt að velja úr þeim lista staða sem vert er að heim­sækja. Mos­fells­bær er í fyrsta sæti á þeim lista og því mest spenn­andi ferða­mannastað­ur­inn á land­inu sam­kvæmt hon­um.

Í grein­inni seg­ir að bær­inn sé vina­legt ná­granna­sveit­ar­fé­lag Reykja­vík­ur sem býð­ur upp á marga kosti eins fellin sjö, Hafra­vatn, græn­met­is­mark­að­inn í Mos­fells­dal á sumrin, Gljúfra­stein, Lax­nes hesta­leigu og Ála­fosskvos.

Lonely Pla­net hef­ur starfað í að verða 50 ár og gef­ur sig út fyr­ir að huga ekki ein­göngu að því hvern­ig á að ferð­ast held­ur af­hverju fólk ferð­ast og hvern­ig hægt er að að­stoða ferða­menn á þeirra ferða­lagi.

Mos­fells­bær er eitt af þeim sveit­ar­fé­lög­um sem komu að stofn­un Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem hóf starf­semi á síð­ast­liðnu ári og er að­ild­ar­fé­lagi að henni. Mark­aðs­stof­unni er ætlað að styðja við ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og tryggja að hún þró­ist í takt við vilja heima­manna þar sem sjálf­bærni er höfð að leið­ar­ljósi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00