Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Það var Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sem felldi tréð með aðstoð Björns Traustasonar formanns Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og starfsfólks þjónustustöðvar.
Tréð sem var gróðursett í kringum aldamótin er sitkagreni sem hefur vaxið vel og náð um 7 metra hæð. Fyrir hvert tré sem er fellt gróðursetur Skógræktarfélagið allt að 30 tré.
Það er mikið af fallegum tilvonandi torgtrjám á svæði Skógræktarfélagsins að sögn Björns og því von um fleiri falleg tré á Miðbæjartorginu í framtíðinni.
Á myndinni eru Björn Traustason formaður skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Ljósmynd: Hilmar Gunnarsson
Tengt efni
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi
Sannkölluð jólagleði við tendrun jólatrés
Jólatréð á miðbæjartorgi var tendrað síðastliðinn laugardag að viðstöddum fjölda íbúa sem létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár.