Föt sem framlag hópurinn, sem hittist í Þverholtinu á miðvikudögum kl. 13-15 tók stutt sumarfrí og er farinn að prjóna aftur á fullu fyrir Rauða kross búðirnar og ungabörn í Afríku. Aðrir hópar eru að fara í gang. Upplýsingar um starfið í deildinni má finna á vefnum okkar. Einnig er opið í Þverholtinu alla þriðju- og fimmtudaga kl. 10-13.
Að lokum er vert að benda á að gjaldfrjálsi hjálparsíminn 1717 veitir nú allar almennar upplýsingar um Inflúensu A(H1N1)v. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Hjálparsímans hafa fengið staðgóða fræðslu frá Landlæknisembættinu um Inflúensuveiruna og eru þar af leiðandi vel í stakk búnir til þess að svara almennum spurningum.
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er landsverkefni allra deilda Rauða krossins. Hann sinnir því hlutverki að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila.
Tengt efni
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi
Sannkölluð jólagleði við tendrun jólatrés
Jólatréð á miðbæjartorgi var tendrað síðastliðinn laugardag að viðstöddum fjölda íbúa sem létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár.