Dagana 18.-20. október verður vetrarleyfi í grunnskólum bæjarins.
Jafnframt verður starfsdagur kennara 23. október í Varmárskóla og verður því engin kennsla þessa daga.
Margt er í boði í okkar fallega bæjarfélagi til afþreyingar og því kjörið fyrir fjölskylduna að njóta þess að vera saman í haustfríinu. Góð útivera er gulls ígildi, hvetjum við því foreldra og börn að fara saman í göngu- og hjólreiðatúra í okkar fallega umhverfi og njóta útivistar saman.
Bókasafn Mosfellsbæjar er opið á hefðbundnum tíma frá kl. 12 – 18 með með úrval góðra bóka til lestrar og láns. Ýmis spil verða á borðum til afþreyingar.
Hin sívinsæla Wipeoutbraut í Lágafellslaug er opin í haustfríi skólanna frá kl. 11 – 15 og fátt eitt jafn frískandi og góður dagur í sundi.
Félagsmiðstöðin Bólið er opin mánudagskvöldið 23. október, Lágafellsmegin. Fótbolti og opið hús. Eins og alltaf eru allir velkomnir.
Njótum samveru fjölskyldunnar í haustfríinu.