Í vetrarfríinu verður að venju ýmislegt um að vera í bókasafninu, íþróttamiðstöðvum og hjá íþróttafélögum.
Miðvikudagur 23. október
Bókasafn: Bangsasögustund kl. 16:45
Í aðdraganda Alþjóðlega bangsadagsins, 27. október, verða lesnar tvær krúttlegar bangsasögur.
Sú fyrri heitir „Björn hefur sögu að segja“ eftir Philip C. Stead og er bókin skreytt vatnslitamyndum eftir Erin E. Stead. Sagan segir frá því hvernig björninn gengur um skóginn í leit að einhverjum sem vill hlusta söguna hans áður en veturinn skellur á. Þessi fallega saga um vináttu og þolinmæði hefur hlotið fjölda verðlauna.
Síðan heyrum við stutta sögu um björninn Fergus sem elskar að fela sig. Eina er að hann er ekkert svakalega góður í því… enn sem komið er! Bókin heitir „Finndu Fergus“ og er eftir Mike Boldt.
Eftir sögustundina býðst gestum að leysa bangsaþrautir, lita bangsamyndir og leita að bangsanum Fergusi í bókasafninu. Þátttökuverðlaun í boði.
Bangsaleitin, ásamt þrautum og myndum, verður í boði allt vetrarfríið, þ.e. til og með 28. október.
Útivist
Skemmtilegur ratleikur liggur úr Álafosskvos og um Reykjalundarskóg og hentar fyrir alla aldurshópa. Býður upp á þraut og útiveru í fallegu umhverfi.
Þá eru fellin í Mosó galopin alla daga og hentug í bæði styttri og lengri ævintýragönguferðir.
Fimmtudagur 24. október
Bókasafn: Hrekkjavökugetraun 24.–30. október
Getur þú giskað á hve mikið af ormum og leðurblökum Hexía de Trix notar í nornaseiðinn sinn? Sá þátttakandi sem giskar á rétt magn getur unnið hrekkjavökubók, andlitsmálningu og innihald pokanna!
Bókasafn: Svakalega sögusmiðjan – Hrekkjavökusögur kl. 13–15
Í sögusmiðjunni búum við til skemmtilegar og hrikalegar hrekkjavökupersónur, skrifum spennandi og hrollvekjandi sögur, ásamt því að teikna hryllilegar hrekkjavökumyndir. Aldursviðmið: 9–12 ára. Takmörkuð pláss í boði og skráning því nauðsynleg.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Kynningartímar fyrir börn í vetrarfríi kl. 12-14
Allur búnaður á staðnum. Golfkennararnir Dagur og Andri taka vel á móti gestum.
Lágafellslaug
- Wipeout-braut kl. 10-13
- Fullorðnir sem koma í fylgd barna fá frítt í sund kl. 14-17
Tilvalið er fyrir börn og fjölskyldur að fara í sund og grípa í nýju borðleikina í laugunum að lokinni góðri hreyfingu og spila sígild spil eins og lúdó, skák, slönguspil eða myllu.
Föstudagur 25. október
Bókasafn: Krakka Macramé – Regnbogar og lauf kl. 10-12
Í smiðjunni verður kennt að gera lauf og regnboga með macramé-hnýtingaraðferðinni. Smiðjan er fullbókuð en tekið er við skráningum á biðlista.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Kynningartímar fyrir börn í vetrarfríi kl. 12-14
Allur búnaður á staðnum. Golfkennararnir Dagur og Andri taka vel á móti gestum.
Hestafjör með Hestamennt kl. 13-14
Teymt undir börnum á félagssvæði Harðar við reiðhöllina.
Lágafellslaug
- Wipeout-braut kl. 10-13
- Sundlaugapartý kl. 21-22
Sundlaugapartý fyrir unglinga í Mosfellsbæ í samvinnu við Bólið. Sprite Zero Klan sjá um tónlistina.
Tilvalið er fyrir börn og fjölskyldur að fara í sund og grípa í nýju borðleikina í laugunum að lokinni góðri hreyfingu og spila sígild spil eins og lúdó, skák, slönguspil eða myllu.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar