Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.
Verkið felur í sér gangstétt norðan megin götunnar auk þess sem götulýsing verður endurnýjuð, strætóstöð færð og hraðahindrun gerð.
Áætlað er að framkvæmdir við verkið standi yfir fram í september 2023.
Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þessar framkvæmdir kunna að valda og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi og þolinmæði.
Tengt efni
86 rampar í Mosfellsbæ
Í dag eru rampar sem átakið „Römpum upp Ísland“ hefur byggt í Mosfellsbæ orðnir 86 talsins.
Tafir við framkvæmdir á Skarhólabraut
Tafir hafa orðið á frágangi skurðstæðis á Skarhólabraut vegna skemmda á kápu hitaveitulagnar.
Reiðleið lokast tímabundið vegna framkvæmda
Framkvæmdir á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan við Íþróttahúsið að Varmá eru að hefjast.