Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Ef ekki næst að semja fyrir lok dags sunnudaginn 14. maí er hluti starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaselja í Mosfellsbæ á leið í verkfall þar sem starfsmannafélag Mosfellsbæjar er innan BSRB.
Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í Mosfellsbæ sem og frístundaselja.
Um er að ræða tímabundið verkfall mánudaginn 15. maí sem mun standa fram til kl. 12:00 þriðjudaginn 16. maí.
Þá er boðað til verkfalla í leikskólum Mosfellsbæjar frá miðnætti mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. maí 2023 til hádegis báða daga. Það sama verður uppi fimmtudaginn 25. maí frá miðnætti til hádegis.
Loks verða að óbreyttu verkföll í grunnskólum og frístundaheimilum Mosfellsbæjar frá miðnætti til hádegis þann 23. maí og jafnframt frá miðnætti til miðnættis miðvikudaginn 24. maí.
Skólastjórar hvers skóla og yfirmenn frístundaselja munu senda foreldrum upplýsingar um skipulag á starfsemi síns skóla innan skamms og eru foreldrar jafnframt hvattir til þess að fylgjast með fjölmiðlum um helgina.
Tengt efni
Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ 2022 - 2023
Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Kvíslarskóla fimmtudaginn 23. mars.
Samningur um allt að 50 leikskólapláss í Korpukoti undirritaður
Bæjarráð hefur staðfest samning um allt að 50 leikskólapláss fyrir mosfellsk börn í Korpukoti.
Unnið að gerð samnings um allt að 50 leikskólapláss fyrir yngstu íbúa Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur undanfarin ár boðið upp á leikskólaþjónustu fyrir yngsta aldurshópinn sem er orðinn 12 mánaða eða eldri þegar skólastarf hefst í ágúst ár hvert.