Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Að­ild­ar­fé­lög BSRB hafa boð­að verk­föll í næstu viku og standa samn­inga­við­ræð­ur enn yfir.

Ef ekki næst að semja fyr­ir lok dags sunnu­dag­inn 14. maí er hluti starfs­fólks leik­skóla, grunn­skóla og frí­stunda­selja í Mos­fells­bæ á leið í verk­fall þar sem starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar er inn­an BSRB.

Verk­fall­ið mun hafa áhrif á starf­semi allra leik­skóla og grunn­skóla í Mos­fells­bæ sem og frí­stunda­selja.

Um er að ræða tíma­bund­ið verk­fall mánu­dag­inn 15. maí sem mun standa fram til kl. 12:00 þriðju­dag­inn 16. maí.

Þá er boð­að til verk­falla í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar frá mið­nætti mánu­dag­inn 22. og þriðju­dag­inn 23. maí 2023 til há­deg­is báða daga. Það sama verð­ur uppi fimmtu­dag­inn 25. maí frá mið­nætti til há­deg­is.

Loks verða að óbreyttu verk­föll í grunn­skól­um og frí­stunda­heim­il­um Mos­fells­bæj­ar frá mið­nætti til há­deg­is þann 23. maí og jafn­framt frá mið­nætti til mið­nætt­is mið­viku­dag­inn 24. maí.

Skóla­stjór­ar hvers skóla og yf­ir­menn frí­stunda­selja munu senda for­eldr­um upp­lýs­ing­ar um skipu­lag á starf­semi síns skóla inn­an skamms og eru for­eldr­ar jafn­framt hvatt­ir til þess að fylgjast með fjöl­miðl­um um helg­ina.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00