Verkfall hefst á morgun, mánudaginn 3. febrúar, í leikskólanum Höfðabergi. Á Höfðabergi eru samtals 9 deildir fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Óbreytt starfsemi verður á einni deild, tvær deildir verða opnar að hluta en loka þarf sex deildum. Leikskólastjórnendur verða í góðu sambandi við foreldra meðan á verkfalli stendur varðandi skipulag og slíkt.