Að óbreyttu hefst verkfall félagsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar í leikskólum og grunnskólum Mosfellsbæjar á miðnætti í kvöld.
Sótt var um undanþágur fyrir börn með sérþarfir í leik- og grunnskóla en þeim var hafnað og það sama gildir um frístundastarf. Hins vegar var undanþága veitt fyrir þau börn sem sækja þjónustu í frístundaklúbb Úlfsins.
Allir forráðamenn eiga að hafa fengið upplýsingar frá sínum skólum um hvernig starfsemin verður á morgun og hvort og hvenær börn þeirra eigi að mæta. Verkfallið stendur yfir á morgun, mánudaginn 15. maí til kl. 12:00 á þriðjudaginn 16. maí.
Forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum hvort einhver breyting verði á ofangreindu.
Tengt efni
Mosfellsbær og Samtökin '78 skrifa undir samstarfssamning
Mosfellsbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin ’78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning við nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk sveitafélagsins sem starfar með börnum og ungmennum í skóla-, tómstunda- og íþróttastarfi.
Ótímabundin verkföll hófust mánudaginn 5. júní 2023
Hilmar Gunnarsson ráðinn verkefnastjóri Hlégarðs
Menningar- og lýðræðisnefnd lagði til við bæjarráð að Mosfellsbær tæki alfarið yfir starfsemi Hlégarðs frá og með 1. maí 2023.