Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. maí 2023

Að óbreyttu hefst verk­fall fé­lags­manna í Starfs­manna­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar í leik­skól­um og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar á mið­nætti í kvöld.

Sótt var um und­an­þág­ur fyr­ir börn með sér­þarf­ir í leik- og grunn­skóla en þeim var hafn­að og það sama gild­ir um frí­stund­astarf. Hins veg­ar var und­an­þága veitt fyr­ir þau börn sem sækja þjón­ustu í frí­stunda­klúbb Úlfs­ins.

All­ir for­ráða­menn eiga að hafa feng­ið upp­lýs­ing­ar frá sín­um skól­um um hvernig starf­sem­in verð­ur á morg­un og hvort og hvenær börn þeirra eigi að mæta. Verk­fall­ið stend­ur yfir á morg­un, mánu­dag­inn 15. maí til kl. 12:00 á þriðju­dag­inn 16. maí.

For­ráða­menn eru hvatt­ir til að fylgj­ast vel með frétt­um hvort ein­hver breyt­ing verði á of­an­greindu.

Tengt efni