Að óbreyttu hefst verkfall félagsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar í leikskólum og grunnskólum Mosfellsbæjar á miðnætti í kvöld.
Sótt var um undanþágur fyrir börn með sérþarfir í leik- og grunnskóla en þeim var hafnað og það sama gildir um frístundastarf. Hins vegar var undanþága veitt fyrir þau börn sem sækja þjónustu í frístundaklúbb Úlfsins.
Allir forráðamenn eiga að hafa fengið upplýsingar frá sínum skólum um hvernig starfsemin verður á morgun og hvort og hvenær börn þeirra eigi að mæta. Verkfallið stendur yfir á morgun, mánudaginn 15. maí til kl. 12:00 á þriðjudaginn 16. maí.
Forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum hvort einhver breyting verði á ofangreindu.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025