Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. ágúst 2023

Stefnt skal að kol­efn­is­hlut­leysi árið 2035.

Borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ásamt fram­kvæmda­stjóra SSH und­ir­rit­uðu form­lega loft­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í dag. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vilja með stefn­unni leggja sitt að mörk­um með inn­leið­ingu mark­vissra að­gerða sem stuðla að kol­efn­is­hlut­leysi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mik­il­væg­asta af­urð stefn­unn­ar er því yf­ir­lit að­gerða sem eru lík­leg­ar til að skila ár­angri í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Að­gerð­irn­ar snúa m.a. að vega­sam­göng­um, sigl­ing­um, stað­bund­inni orku­notk­un, iðn­aði, efna­notk­un, úr­gangs­mál­um og land­notk­un. Með stefnu­mót­un­inni lýsa sveit­ar­fé­lög­in yfir þeim vilja sín­um að höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði kol­efn­is­hlut­laust árið 2035, þ.e. að þá verði reikn­uð heild­ar­los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda ekki meiri en sem nem­ur reikn­aðri bind­ingu kol­efn­is.

Í tengsl­um við stefn­una hafa SSH und­ir­ritað sam­komulag við um­hverf­is-, orku- og auð­linda­ráðu­neyt­ið í þeim til­gangi að fylgja lofts­lags­stefn­unni eft­ir, m.a. með ráðn­ingu ráð­gjafa til þess að að­stoða sveit­ar­fé­lög­in við að móta að­gerð­ir til sam­ræm­is við verk­færak­istu lofts­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þá verð­ur sam­kvæmt sam­kom­lag­inu unn­ið nýtt mat á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og bind­ing­ar kol­efn­is á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir árið 2023. Los­un var síð­ast met­in árið 2019 og er til­gang­ur nýrr­ar út­ekt­ar sá að fylgjast með ein­stök­um los­un­ar- og bind­ing­ar­þátt­um og meta ár­ang­ur að­gerða. Hafa SSH gert samn­ing við VSÓ ráð­gjöf til að sinna of­an­grein­um verk­þátt­um.

Sam­kvæmt Páli Björg­vini Guð­munds­syni fram­kvæmda­stjóra SSH er það stór áfangi í sam­starfi sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem mynda eitt bú­setu- og at­vinnusvæði að sam­eig­in­leg stefna í lofts­lags­mál­um liggi fyr­ir. Það sé sam­eig­in­leg ábyrgð sveit­ar­fé­laga á svæð­inu að stuðla að því að dreg­ið verði úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda en á sama tíma sé inn­leið­ing stefn­unn­ar á ábyrgð hvers sveit­ar­fé­lags fyr­ir sig til sam­ræm­is við stað­bundn­ar að­stæð­ur. Jafn­framt séu verk­efni unn­in á sam­eig­in­leg­um vett­vangi, s.s. þeg­ar kem­ur að sam­göngu- og úr­gangs­mál­um.

Lofts­lags­stefna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er áherslu­verk­efni Sókn­aráætl­un­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2020-2024 og eru verk­efn­in fjár­mögn­uð með fram­lagi rík­is­ins, ein­stakra ráðu­neyta og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.


Mynd frá und­ir­rit­un Lofts­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í dag. Frá vinstri: Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, Þor­björg Gísla­dótt­ir sveit­ar­stjóri Kjós­ar­hrepps, Alm­ar Guð­munds­son bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og formað­ur stjórn­ar SSH, Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, Ás­dís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar, Rósa Guð­bjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar og Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH).

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00