Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. september 2023

Verk­efn­ið Göng­um í skól­ann var sett í morg­un við há­tíð­lega dagskrá í Helga­fells­skóla og var það í sautjánda sinn frá upp­hafi.

Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs tók þátt í setn­ing­unni fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar ásamt Ásmundi Ein­ari Daða­syni mennta- og barna­mála­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni heil­brigð­is­ráð­herra og Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur, rík­is­lög­reglu­stjóra. Flutt voru stutt ávörp og Sirk­us Ís­lands var með skemmti­at­riði áður en nem­end­ur, starfs­fólk og gest­ir fóru í stutt­an göngu­túr ná­lægt skól­an­um.

Þátttaka í verk­efn­inu hef­ur auk­ist jafnt og þétt í gegn­um árin og voru 82 skól­ar skráð­ir til þátt­töku á síð­asta ári. Helga­fells­skóli er einn af þeim skól­um sem taka þátt í ár. Skrán­ing stend­ur enn yfir og ekki of seint að skrá sig sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef verk­efn­is­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00