Verkefnið Göngum í skólann var sett í morgun við hátíðlega dagskrá í Helgafellsskóla og var það í sautjánda sinn frá upphafi.
Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs tók þátt í setningunni fyrir hönd Mosfellsbæjar ásamt Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. Flutt voru stutt ávörp og Sirkus Íslands var með skemmtiatriði áður en nemendur, starfsfólk og gestir fóru í stuttan göngutúr nálægt skólanum.
Þátttaka í verkefninu hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin og voru 82 skólar skráðir til þátttöku á síðasta ári. Helgafellsskóli er einn af þeim skólum sem taka þátt í ár. Skráning stendur enn yfir og ekki of seint að skrá sig samkvæmt upplýsingum á vef verkefnisins.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla komu í heimsókn
Nemendurnir unnu verkefni um aðgengismál fatlaðra.
Helgafellsskóli afhentur Mosfellsbæ
Helgafellsskóli var afhentur Mosfellsbæ í formlegri athöfn í skólanum þann 7. september að viðstöddum bæjarfulltrúum, nefndarmönnum í fræðslunefnd, starfsmönnum fræðslu- og frístundasviðs og umhverfissviðs Mosfellsbæjar.
Skrifað undir samning vegna 2. og 3. áfanga Helgafellsskóla
Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskólans Helgafellsskóla og hefur það verið gert í nokkrum áföngum.