Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. október 2024

Op­inn fund­ur At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar var hald­inn í Hlé­garði 14. októ­ber síð­ast­lið­inn þar sem kynnt­ar voru nið­ur­stöð­ur grein­ing­ar og boð­ið til sam­tals um Ál­fosskvos sem áfangastað. Sæv­ar Birg­is­son formað­ur nefnd­ar­inn­ar stýrði fund­in­um og Inga Hlín Páls­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu höf­uð­bor­garðsvæð­is­ins kynnti nið­ur­stöð­ur grein­ing­ar­inn­ar ásamt Maríu Hjálm­ars­dótt­ur ráð­gjafa. Fund­ur­inn var vel sótt­ur en tæp­lega 70 manns tóku þátt.

Þeg­ar fund­ar­gest­ir voru spurð­ir með gagn­virk­um hætti að kynn­ingu lok­inni hver heild­ar­upp­lif­un þeirra á hug­mynd­um grein­ing­ar­inn­ar væri svör­uðu flest spenn­andi, góð og já­kvæð.

Grein­ing­in var unn­in fyr­ir Mos­fells­bæ í sam­starfi við Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Ála­fosskvos­in er fal­legt svæði með ríka sögu sem í gegn­um tíð­ina hef­ur dreg­ið til sín marga gesti, bæði inn­lenda og er­lenda. Áhersla grein­ing­ar­inn­ar var á að skoða með­al ann­ars hvað ger­ir Ála­fosskvos­ina að áhuga­verð­um stað til að heim­sækja, fyr­ir hvern svæð­ið er áhuga­vert, hvers kon­ar gest­ir henta svæð­inu og hvað væri hægt að gera til að efla svæð­ið.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00