Að vanda var vel mætt á Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar.
Um 330 gestir hlýddu á lestur úr glænýjum jólabókum í notalegu umhverfi Bókasafnsins. Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Ingi Bjarni Skúlason ljúfa tóna á gítar og flygil.
Rithöfundar kvöldsins voru þau Halldóra Thoroddsen með bók sína Katrínarsaga, Hallgrímur Helgason með Sextíu kíló af sólskini, Þórdís Gísladóttir með Horfðu ekki í ljósið, Jónas Reynir Gunnarsson með Krossfiskar og handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, Auður Ava Ólafsdóttir, en hún las úr nýrri bók sinni Ungfrú Ísland.
Í fjórtánda sinn stjórnaði Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur og forsætisráðherra líflegum umræðum að lestri loknum. Í lokin dró hún saman helstu einkennisþræði skáldsagnanna sem lesið var úr; allar fjölluðu þær að einhverju leyti um andlega líðan og tilvistarspurningar, jafnvel trúmál – eins konar andlegt ferðalag. Katrín þakkaði höfundum og kvaddi áheyrendur; hún hafði á orði að mæting á Bókmenntahlaðborð Bókasafnsins Mosfellsbæjar væri núorðið eitt af því skemmtilegasta sem hún gerði.
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.