Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Að vanda var vel mætt á Bók­mennta­hlað­borð Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar.

Um 330 gest­ir hlýddu á lest­ur úr glæ­nýj­um jóla­bók­um í nota­legu um­hverfi Bóka­safns­ins. Áður en dagskrá hófst léku Sig­ur­jón Al­ex­and­ers­son og Ingi Bjarni Skúla­son ljúfa tóna á gít­ar og flyg­il.

Rit­höf­und­ar kvölds­ins voru þau Hall­dóra Thorodd­sen með bók sína Katrín­ar­saga, Hall­grím­ur Helga­son með Sex­tíu kíló af sól­skini, Þórdís Gísla­dótt­ir með Horfðu ekki í ljós­ið, Jón­as Reyn­ir Gunn­ars­son með Kross­fisk­ar og hand­hafi bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs 2018, Auð­ur Ava Ólafs­dótt­ir, en hún las úr nýrri bók sinni Ung­frú Ís­land.

Í fjór­tánda sinn stjórn­aði Katrín Jak­obs­dótt­ir bók­mennta­fræð­ing­ur og for­sæt­is­ráð­herra líf­leg­um um­ræð­um að lestri lokn­um. Í lokin dró hún sam­an helstu ein­kenn­is­þræði skáld­sagn­anna sem les­ið var úr; all­ar fjöll­uðu þær að ein­hverju leyti um and­lega líð­an og til­vist­ar­spurn­ing­ar, jafn­vel trúmál – eins kon­ar and­legt ferðalag. Katrín þakk­aði höf­und­um og kvaddi áheyr­end­ur; hún hafði á orði að mæt­ing á Bók­mennta­hlað­borð Bóka­safns­ins Mos­fells­bæj­ar væri núorð­ið eitt af því skemmti­leg­asta sem hún gerði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00