Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. apríl 2018

Síð­ast­lið­ið haust sam­þykkti um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar að hefja end­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu bæj­ar­ins með hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un.

Nefnd­in stóð fyr­ir opn­um fundi í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar þann 22. mars þar sem um 40 manns mættu til að ræða hug­mynd­ir sín­ar og til­lög­ur um stefn­una.

Í upp­hafi fund­ar hélt Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir pólfari áhrifa­ríkt er­indi um mik­il­vægi nátt­úru­vernd­ar og heilsu­efl­andi sam­fé­lags. Að því loknu stýrði Sæv­ar Krist­ins­son ráð­gjafi hjá KPMG vinnu­hóp­um þar sem íbú­ar settu fram hug­mynd­ir um áhersl­ur Mos­fells­bæj­ar í mál­um eins og skógrækt, land­græðslu, vist­væn­um sam­göng­um, úti­vist, sorp­mál­um og nátt­úru­vernd.

„Þessi opni fund­ur tókst ein­stak­lega vel,“ seg­ir Bjarki Bjarna­son formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar. „Það er mjög mik­il­vægt að fá bæj­ar­búa beint að fund­ar­borð­inu því þessi mál­efni snerta okk­ur öll um leið og þau hafa merk­ingu og vægi á heimsvísu.

Nefnd­in mun funda fljót­lega og halda áfram að móta stefn­una út frá þeim góðu hug­mynd­um og ábend­ing­um sem komu fram á fund­in­um.“

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00