Fimmtudaginn 5. apríl var haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar opinn fundur fjölskyldunefndar um stefnu bæjarins í málefnum eldri íbúa.
Þátttaka var með eindæmum góð en á fundinum lögðu 110 íbúar fram hugmyndir sínar um markmið og aðgerðir í málaflokknum.
Nú tekur við flokkun og úrvinnsla þeirra hugmynda sem íbúar settur fram og í kjölfarið mun fjölskyldunefnd vinna tillögu að framtíðarsýn og áherslum í málefnum eldri íbúa í Mosfellsbæ.