Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið þriðjudaginn 22. nóvember, eftir tveggja ára hlé sökum Covid-19 heimsfaraldursins.
Að vanda var vel mætt en ríflega 200 gestir hlýddu á lestur úr glænýjum jólabókum í notalegu umhverfi Bókasafnsins.
Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Birgir Steinn Theodórsson ljúfa tóna á gítar og kontrabassa.
Rithöfundar kvöldsins voru þau Benný Sif Ísleifsdóttir með bók sína Gratíana, Einar Kárason með Opið haf, Ragna Sigurðardóttir með Þetta rauða, það er ástin, Sigríður Hagalín Björnsdóttir með Hamingja þessa heims og Stefán Máni með Hungur.
Sunna Dís Másdóttir, skáld og gagnrýnandi Kiljunnar, stýrði umræðum af mikilli fimi að lestri loknum.
Gestir skemmtu sér vel og nutu góðra bókmennta og veitinga í viðeigandi umhverfi.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.