Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. apríl 2016

Bæj­ar­ráð tók fyr­ir minn­is­blað frá Um­hverf­is­stjóra á vegna vegna þings­álykt­un­ar­til­lögu um notk­un gúmmík­ur­ls úr dekkj­um á leik- og íþrótta­svæð­um á fundi sín­um þann 7. apríl sl.

Mos­fells­bær tel­ur mik­il­vægt að bíða nið­ur­stöðu mæl­inga og rann­sókna Um­hverf­is­stofn­un­ar á skaðsemi gúmmík­ur­ls áður en ákvörð­un verð­ur tekin um blátt bann við notk­un þess á þeim svæð­um þar sem það er þeg­ar í notk­un. Jafn­framt skuli lögð áhersla á að tryggja að þau efni sem not­uð verði í stað­inn verði betri en þau sem ver­ið er að skipta út. Mos­fells­bær eigi að stefna að því að skipta út gúmmík­urli fyr­ir hættu­minni efni, við fyrsta mögu­lega tæki­færi í sam­ræmi við leið­bein­ing­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Um­hverf­is­stofn­un tók m.a. sýni á spar­kvöll­um við Varmár­skóla og á Varmár­svæði. Nið­ur­stöðu sýna­tök­unn­ar er að vænta 2. maí nk. End­ur­nýj­un á gervi­grasi á stærri vell­in­um á Varmár­svæði er fyr­ir­hug­uð á næstu 1-2 árum, en á hon­um er húð­að gúmmík­url sem á skv. upp­lýs­ing­um frá fram­leið­anda að vera um­hverf­i­s­vænna og minna um skað­leg efni.

Í því til­felli er mik­il­vægt að fá upp­lýs­ing­ar um það hvort ástæða sé að fjar­lægja gúmmík­urlið nú þeg­ar af heilsu­fars­ástæð­um, eða hvort mögu­legt sé að fylgja fyrri áform­um um end­ur­nýj­un á gúmmík­urli á sama tíma og skipt verð­ur um gervi­gras á vell­in­um, á næsta eða þar­næsta ári. Við end­ur­nýj­un á gervi­gras­inu mun verða hug­að sér­stak­lega að því að velja und­ir­lag við hæfi sem upp­fylli ströngustu skil­yrði.

Mos­fells­bær fylg­ist vel með fram­vindu máls­ins. Mál­ið er enn til um­ræðu í Um­hverf­is og sam­göngu­nefnd Al­þing­is. Eins hef­ur Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga tek­ið mál­ið til um­fjöll­un­ar og lagt áherslu á að ákvörð­un Al­þing­is verði að fylgja leið­bein­ing­ar um hvaða efni er æski­legt að nota í stað þess sem verð­ur bann­að áður en sveit­ar­fé­lög ráð­ast í fram­kvæmd­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00