Nú stendur yfir heilsuvika í Mosfellsbæ sem lýkur með heilsuhátíð að Varmá á laugardaginn kl. 11-14.
Meðal þess sem er í gangi í vikunni er svokölluð fellaþrenna, þar sem fólk er hvatt til að ganga á eitt til þrjú fell í nágrenni Mosfellsbæjar: Helgafell, Úlfarsfell og Reykjaborgina. Veglegir vinningar eru í boði fyrir þá sem skila inn miðum fyrir fellin sín en á hverju felli er hægt að ná í einn miða.
Á toppi fellanna er að finna miða þar sem skrifa á nafn og dagsetningu á. Miðanum skal síðan skila inn í Íþróttamiðstöðina að Varmá fyrir laugardaginn. Hægt er að skila inn einum miða eða öllum þremur, allt eftir því hvað gengið hefur verið á mörg fell. Möguleikar til vinnings margfaldast hins vegar eftir því sem fleiri fell hafa verið gengin.
Meðal verðlauna:
- verðlaun – Boðskort í baðstofu í World Class, Laugum fyrir tvo, mánaðarkort í heilsurækt í World Class, 10.000 króna gjafakort frá Mosfellsbakaríi
- verðlaun – Boðskort í baðstofu í World Class, Laugum fyrir tvo, 5.000 króna gjafakort frá Mosfellsbakaríi
- verðlaun – Boðskort í baðstofu í World Class, Laugum fyrir tvo, 3.000 króna gjafakort frá Mosfellsbakaríi
Sérstök aukaverðlaun:
- Úttekt að upphæð kr. 10.000 í Krónunni
- Sumarkort í líkamsrækt í Eldingu að Varmá
- Heilsupizzuveisla fyrir fjóra frá Pizza bræðrum
- Heilsuveisla fyrir tvo á Kaffihúsinu á Álafossi
Börn á leikskólaaldri geta gengið á Lágafell og tekið miða þar og skilað inn í Varmá og farið í pott þar sem dregnir verða út sérstakir vinningar fyrir börn.
Athugið: Ef vinningshafi er ekki á staðnum þegar verðlaunaafhending fer fram, laugardaginn 14. maí kl. 13.30 að Varmá, verður dreginn nýr vinningshafi.
Heilsuvikunni lýkur með heilsuhátíð fjölskyldunnar á Varmársvæðinu laugardaginn 14. maí kl. 11-14. Þar gefst einstaklingum og fyrirtækjum í heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ að kynna starfsemi sína og jafnvel bjóða heilsutengdan varning til sölu. Að venju verður fjölskylduhlaupið fyrir alla aldurshópa en nú verður einnig boðið upp á göngu fyrir eldri borgara undir leiðsögn.
Fjölbreytt fræðsluerindi tengd heilsu og hreyfingu verða á dagskránni og ótalmargt annað skemmtilegt og fræðandi.
Dagskráin að Varmá laugardaginn 14. maí kl. 11-14:
- 11.00 Sölu- og kynningarbásar opna
- 11.00 Fræðsluerindi: Hreyfing fyrir eldri borgara
- 11.15 Heilsuganga eldri borgara undir leiðsögn
- 11.15 Fræðsluerindi: Hvernig byrja ég að hlaupa?
- 11.45 Hláturjóga fyrir alla fjölskylduna
- 12.00 Leikskólahlaupið – öll börn fá verðlaunapening
- 12.00 Fræðsluerindi: Mataræðið og geðheilsan
Tengt efni
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Hjólað í vinnuna 8. - 28. maí 2024
Fjallahjólabraut og frisbígolf í Ævintýragarðinum
Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.