Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. mars 2023

Vef­ur Mos­fells­bæj­ar, mos.is, hlaut til­nefn­ingu í flokkn­um op­in­ber vef­ur árs­ins ásamt fjór­um öðr­um vef­svæð­um.

Alls eru 65 verk­efni til­nefnd til Ís­lensku vef­verð­laun­anna fyr­ir árið 2022 en verð­laun eru veitt í 13 flokk­um. Verð­launa­af­hend­ing­in fer fram föstu­dag­inn 31. mars nk.

„Við erum afar stolt af til­nefn­ing­unni enda ligg­ur mik­il vinna að baki vefn­um en við ein­setj­um okk­ur það að hafa stöð­ug­ar um­bæt­ur að leið­ar­ljósi. Mik­il­væg­ur lið­ur í því er öfl­ug upp­lýs­inga­miðlun og reglu­leg gagn­virk sam­skipti við íbúa. Stefna og sýn bæj­ar­fé­lags­ins er að efla sta­f­ræna þró­un og ný­sköp­un og nýr vef­ur styð­ur við það.“ seg­ir Sig­ur­laug Stur­laugs­dótt­ir, vef­stjóri Mos­fells­bæj­ar, sem leiddi verk­efn­ið inn­an þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

Nýr að­al­vef­ur Mos­fells­bæj­ar fór í loft­ið í byrj­un apríl 2022. Verk­efn­ið var unn­ið í sam­starfi Mos­fells­bæj­ar við Kolof­on hönn­un­ar­stofu á grunni ít­ar­legr­ar þarf­agrein­ing og rýni á eldri vef. Markmið verk­efn­is­ins var að bjóða upp á öfl­ug­an þjón­ustu- og upp­lýs­inga­vef sem byggði á not­enda­mið­aðri hönn­un og heild­stæðri not­enda­upp­lif­un auk þess að styðj­ast við al­þjóð­lega staðla um að­geng­is­mál.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00