Vefur Mosfellsbæjar, mos.is, hlaut tilnefningu í flokknum opinber vefur ársins ásamt fjórum öðrum vefsvæðum.
Alls eru 65 verkefni tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2022 en verðlaun eru veitt í 13 flokkum. Verðlaunaafhendingin fer fram föstudaginn 31. mars nk.
„Við erum afar stolt af tilnefningunni enda liggur mikil vinna að baki vefnum en við einsetjum okkur það að hafa stöðugar umbætur að leiðarljósi. Mikilvægur liður í því er öflug upplýsingamiðlun og regluleg gagnvirk samskipti við íbúa. Stefna og sýn bæjarfélagsins er að efla stafræna þróun og nýsköpun og nýr vefur styður við það.“ segir Sigurlaug Sturlaugsdóttir, vefstjóri Mosfellsbæjar, sem leiddi verkefnið innan þjónustu- og samskiptadeildar.
Nýr aðalvefur Mosfellsbæjar fór í loftið í byrjun apríl 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi Mosfellsbæjar við Kolofon hönnunarstofu á grunni ítarlegrar þarfagreining og rýni á eldri vef. Markmið verkefnisins var að bjóða upp á öflugan þjónustu- og upplýsingavef sem byggði á notendamiðaðri hönnun og heildstæðri notendaupplifun auk þess að styðjast við alþjóðlega staðla um aðgengismál.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði