Nýr aðalvefur Mosfellsbæjar fór í loftið í síðustu viku en vinna við endurhönnun og forritun hefur staðið yfir síðastliðna níu mánuði. Verkefnið var unnið í samstarfi Mosfellsbæjar við Kolofon hönnunarstofu á grunni ítarlegrar þarfagreiningar og rýni á eldri vef, vinna sem hófst fyrir tveim árum síðan.
Markmið með nýjum vef er að bjóða upp á öflugan þjónustu- og upplýsingavef sem byggði á notendamiðaðri hönnun, heildstæðri notendaupplifun auk þess að styðjast við alþjóðlega staðla um aðgengismál. Einnig var eitt af markmiðunum með nýjum aðalvef að auka hraða og virkni vefsins sem og leitarvélar. Til samræmis við ný viðmið í vefhönnun hefur veftréð verið einfaldað og allur texti vefsins hefur verið yfirfarinn og uppfærður.
Samhliða þessu var unnin mörkun á stafrænni ásýnd bæjarins með myndmáli sem meðal annars sækir í merki Mosfellsbæjar sem hannað var af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1969 og leturgerð breytt til samræmis við nýjan hönnunar staðal.
Næsti áfangi þessa hluta stafrænnar vegferðar Mosfellsbæjar mun fela í sér að fella vefi stofnana að virkni og útliti aðalvefsins. Áfram verður unnið að þróun vefsins í samvinnu við starfsfólk og íbúa og hægt er að senda ábendingar vegna nýs aðalvefs á mos[hja]mos.is.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði