Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. apríl 2022

Nýr að­al­vef­ur Mos­fells­bæj­ar fór í loft­ið í síð­ustu viku en vinna við end­ur­hönn­un og for­rit­un hef­ur stað­ið yfir síð­ast­liðna níu mán­uði. Verk­efn­ið var unn­ið í sam­starfi Mos­fells­bæj­ar við Kolof­on hönn­un­ar­stofu á grunni ít­ar­legr­ar þarf­agrein­ing­ar og rýni á eldri vef, vinna sem hófst fyr­ir tveim árum síð­an.

Markmið með nýj­um vef er að bjóða upp á öfl­ug­an þjón­ustu- og upp­lýs­inga­vef sem byggði á not­enda­mið­aðri hönn­un, heild­stæðri not­enda­upp­lif­un auk þess að styðj­ast við al­þjóð­lega staðla um að­geng­is­mál. Einn­ig var eitt af mark­mið­un­um með nýj­um að­al­vef að auka hraða og virkni vefs­ins sem og leit­ar­vél­ar. Til sam­ræm­is við ný við­mið í vef­hönn­un hef­ur vef­tréð ver­ið ein­faldað og all­ur texti vefs­ins hef­ur ver­ið yf­ir­far­inn og upp­færð­ur.

Sam­hliða þessu var unn­in mörk­un á sta­f­rænni ásýnd bæj­ar­ins með mynd­máli sem með­al ann­ars sæk­ir í merki Mos­fells­bæj­ar sem hann­að var af Krist­ínu Þor­kels­dótt­ur árið 1969 og let­ur­gerð breytt til sam­ræm­is við nýj­an hönn­un­ar stað­al.

Næsti áfangi þessa hluta sta­f­rænn­ar veg­ferð­ar Mos­fells­bæj­ar mun fela í sér að fella vefi stofn­ana að virkni og út­liti að­al­vefs­ins. Áfram verð­ur unn­ið að þró­un vefs­ins í sam­vinnu við starfs­fólk og íbúa og hægt er að senda ábend­ing­ar vegna nýs að­al­vefs á mos[hja]mos.is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00