Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Starfs­fólk og nem­end­ur í Varmár­skóla eru nú í átaki með flokk­un og frá­g­ang sorps í sam­ræmi við um­hverf­is­stefnu skól­ans og skuld­bind­ing­ar vegna Græn­fán­ans sem Varmár­skóli sótti um í fe­brú­ar á síð­asta ári.

Búið er að koma upp flokk­un­ar­köss­um fyr­ir gæðapapp­ír og einn­ig eru komn­ar föt­ur fyr­ir líf­ræn­an úr­g­ang inn í all­ar stof­ur, í mötu­neyti og á opin svæði í eldri deild­inni. Þetta er einn­ig lið­ur í því að skera nið­ur kostn­að við sorp­hirðu við skól­ann.

Með því að sækja um hina al­þjóð­legu við­ur­kenn­ingu, Græn­fán­ann, bætt­ist Varmár­skóli í hóp skóla og leik­skóla á land­inu sem eru þátt­tak­end­ur í verk­efn­inu Skól­ar á grænni grein.

Skól­ar á grænni grein er al­þjóð­legt verk­efni til að auka um­hverf­is­mennt og styrkja um­hverf­is­stefnu í skól­um. Þeir skól­ar sem vilja kom­ast á græna grein í um­hverf­is­mál­um leit­ast við að stíga skref­in sjö. Þeg­ar því marki er náð fá skól­arn­ir leyfi til að flagga Græn­fán­an­um næstu tvö ár en sú við­ur­kenn­ing fæst end­ur­nýj­uð ef skól­arn­ir halda áfram góðu starfi. Græn­fán­inn er um­hverf­is­merki sem nýt­ur virð­ing­ar víða í Evr­ópu sem tákn um ár­ang­urs­ríka fræðslu og um­hverf­is­stefnu í skól­um.

Skref­in sjö eru ákveð­in verk­efni sem efla vit­und nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks skól­ans um um­hverf­is­mál. Verk­efn­in eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta dag­leg­an rekst­ur skóla. Þau auka þekk­ingu nem­enda og skóla­fólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg af­staða og inn­leidd­ar raun­hæf­ar að­gerð­ir í um­hverf­is­mál­um skóla. Jafn­framt sýn­ir reynsl­an í Evr­ópu að skól­ar sem taka þátt í verk­efn­inu geta sparað tals­vert í rekstri.

Mynd 1: 2. BI er mjög dug­leg­ur að flokka rusl­ið.
Mynd 2: Hús­vörð­ur­inn og deild­ar­stjór­inn að tæma fyrsta kass­ann af gæðapapp­ír í gám­inn.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00