Lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar, Gulrótin, var afhent þriðjudaginn 29. maí.
Afhendingin fór fram í Listasalnum á árlegum Heilsudegi Mosfellsbæjar.
Viðurkenningunni er ætlað að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa bæjarins.
Óhefðbundin æfingastöð á Engjavegi
Hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk eigendur Kettlebells Iceland hljóta viðurkenninguna í ár en þau reka óhefðbundna æfingastöð á Engjavegi. Í starfi sínu leggja þau áherslu á að fólk byggi upp alhliða styrk, úthald og liðleika á þann hátt að það nýtist vel í daglegu lífi.
Þau þykja hvetjandi, áhugasöm og fagleg og eru flottar fyrirmyndir þegar kemur að heilsusamlegum lífsstíl. Þau stuðla að heilbrigði, bæði líkamlegu og andlegu og segja góða heilsu skipta öllu máli.
Heilsa og hollusta fyrir alla
Heilsudagurinn var tekinn snemma þar sem farið var í morgungöngu með Ferðafélagi Íslands. Um kvöldið fór svo fram málþing undir yfirskriftinni Heilsa og hollusta fyrir alla. Lífskúnstnerarnir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson fóru þar á kostum auk þess sem fulltrúar frá skólum bæjarins héldu erindi. Síðast en ekki síst var Gulrótin afhent.
Mynd: Ketilbjölluhjónin Vala Mörk og Guðjón Svansson ásamt Snorra syni þeirra taka við viðurkenningunni.
Tengt efni
Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september 2022
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum.
Heilsa og hugur fyrir 60+ byrjar 12. september 2022
Mánudaginn 12. september byrjar námskeiðið Heilsa og hugur fyrir íbúa Mosfellsbæjar sem eru 60 ára og eldri.
Gleði, hreyfing og samvera á námskeiði hjá félagsstarfi aldraðra
Félagsstarf aldraðra býður upp á 6 vikna vor/sumar fjör sem stendur frá 25. apríl til 3. júní (3 vikur inni og 3 vikur úti).