Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Lýð­heilsu­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar, Gul­rót­in, var af­hent þriðju­dag­inn 29. maí.

Af­hend­ing­in fór fram í Lista­saln­um á ár­leg­um Heilsu­degi Mos­fells­bæj­ar.

Við­ur­kenn­ing­unni er ætlað að hampa ein­stak­lingi, hópi, fyr­ir­tæki eða stofn­un fyr­ir braut­ryðj­endast­arf í þágu heilsu­efl­ing­ar og bættr­ar lýð­heilsu íbúa bæj­ar­ins.

Óhefð­bund­in æf­inga­stöð á Engja­vegi

Hjón­in Guð­jón Svans­son og Vala Mörk eig­end­ur Kett­le­bells Ice­land hljóta við­ur­kenn­ing­una í ár en þau reka óhefð­bundna æf­inga­stöð á Engja­vegi. Í starfi sínu leggja þau áherslu á að fólk byggi upp al­hliða styrk, út­hald og lið­leika á þann hátt að það nýt­ist vel í dag­legu lífi.

Þau þykja hvetj­andi, áhuga­söm og fag­leg og eru flott­ar fyr­ir­mynd­ir þeg­ar kem­ur að heilsu­sam­leg­um lífs­stíl. Þau stuðla að heil­brigði, bæði lík­am­legu og and­legu og segja góða heilsu skipta öllu máli.

Heilsa og holl­usta fyr­ir alla

Heilsu­dag­ur­inn var tek­inn snemma þar sem far­ið var í morg­un­göngu með Ferða­fé­lagi Ís­lands. Um kvöld­ið fór svo fram mál­þing und­ir yf­ir­skrift­inni Heilsa og holl­usta fyr­ir alla. Lífs­k­únstner­arn­ir Berg­þór Páls­son og Al­bert Ei­ríks­son fóru þar á kost­um auk þess sem full­trú­ar frá skól­um bæj­ar­ins héldu er­indi. Síð­ast en ekki síst var Gul­rót­in af­hent.

Mynd: Ketil­bjöllu­hjón­in Vala Mörk og Guð­jón Svans­son ásamt Snorra syni þeirra taka við við­ur­kenn­ing­unni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00