Umsóknarfresti vegna úthlutunar þriggja lóða við Desjamýri lauk á miðnætti 11. febrúar 2021.
Alls bárust sex umsóknir.
Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, lögmaður Mosfellsbæjar og verkefnastjóri skjalamála og rafrænnar þjónustu munu opna umsóknir frá kl. 13:00 föstudaginn 19. febrúar nk. í fjarfundi.
Óski umsækjandi þess sérstaklega að vera viðstaddur fundinn í húsakynnum bæjarskrifstofunnar, vinsamlega hafið samband við Mosfellsbæ í gegnum netfangið mos@mos.is með efnislínunni v/Desjamýrar.
Nafnlaust yfirlit yfir allar umsóknir og upphæðir tilboða verða sendar umsækjendum eftir opnun tilboða.
Niðurstöður verða kynntar miðvikudaginn 3. mars 2021, kl. 16:00 í fjarfundi.
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Úthlutun lóða við Fossatungu og Langatanga lokið