Á 1602. fundi bæjarráðs, dags. 16. nóvember 2023, var samþykkt að auglýsa byggingarrétti tveggja einbýlishúsalóða við Fossatungu og fjögurra raðhúsalóða við Langatanga til úthlutunar. Tilboð í umrædda byggingarrétti voru opnuð á 1606. fundi bæjarráðs þann 14. desember sl. Alls bárust 26 tilboð, sjö tilboð í lóðirnar við Fossatungu og 29 tilboð í lóðirnar við Langatanga.
Á 1607. fundi sínum þann 21. desember sl. samþykkti bæjarráð að taka tilboðum þar sem hæsta verð í hverja lóð skyldi lagt til grundvallar með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylltu öll skilyrði um hæfi. Jafnframt var samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar féllu frá tilboðum sínum eða uppfylltu ekki hæfisskilyrði og skyldi þá taka tilboði aðila sem næstir voru í röðinni hvað tilboðsverð varðar.
Úrvinnslu allra tilboða er lokið og hefur lóðunum verið úthlutað til eftirfarandi aðila:
- Fossatunga 28 til Bjarna Boga Gunnarssonar, tilboðsverð kr. 18.150.000
- Fossatunga 33 til Ástríks ehf., tilboðsverð kr. 15.276.000
- Langitangi 27 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 45.000.000
- Langitangi 29 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
- Langitangi 31 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
- Langitangi 33 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 35.000.000
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Tilboð opnuð í byggingarrétt lóða við Langatanga og Fossatungu
Bæjarráð opnaði tilboð í byggingarrétt lóða við Langatanga og Fossatungu á 1606. fundi sínum í morgun 14. desember.