Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. mars 2023

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að hefja út­hlut­un lóða í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is. Á svæð­inu hafa ver­ið skipu­lagð­ar 151 íbúð­ir sem mynda bland­aða byggð í hlíð á móti suðri.

Bygg­ing­ar­rétti lóða við Úu­götu verð­ur út­hlutað í tveim­ur hlut­um á grunni út­hlut­un­ar­skil­mála sem lýsa fyr­ir­komu­lagi út­hlut­un­ar, verð­lagn­ingu og tíma­setn­ing­um. Í fyrri út­hlut­un er óskað eft­ir til­boð­um í bygg­ing­ar­rétt ann­ars veg­ar fjög­urra fjöl­býla með 12 íbúð­um hvert, alls 48 íbúð­ir, og hins veg­ar sjö rað­húsa, alls 24 íbúð­ir. Tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um við Úu­götu 10-12, alls 24 íbúð­ir, verð­ur út­hlutað til Bjargs íbúða­fé­lags og lóð­inni Úu­götu 1 verð­ur út­hlutað til Þroska­hjálp­ar und­ir fimm íbúða íbúða­kjarna fyr­ir fatl­aða.

Fyrri hluti út­hlut­un­ar­inn­ar verð­ur aug­lýst­ur á næstu vik­um á vef Mos­fells­bæj­ar og dag­blöð­um.

Áform­að er að síð­ari út­hlut­un lóða á svæð­inu, sem eru að mestu ein­býl­is­húsa- og par­húsa­lóð­ir, eigi sér stað í sept­em­ber 2023. Nán­ari upp­lýs­ing­ar varð­andi þá út­hlut­un verða aug­lýst­ar síð­ar.

Út­hlut­un­ar­regl­ur sam­þykkt­ar

Í út­hlut­un­ar­regl­un­um verða skil­yrði fyr­ir út­hlut­un tí­und­uð. Lóð­un­um verð­ur út­hlutað á grund­velli til­boðs í bygg­ing­ar­rétt hverr­ar lóð­ar en lág­marks­verð verð­ur lagt til grund­vall­ar og til­boð­um sem eru lægri en lág­marks­verð verð­ur hafn­að.

Bæði ein­stak­ling­ar og lög­að­il­ar geta lagt fram til­boð í bygg­ing­ar­rétt lóða en hver um­sækj­andi get­ur þó að­eins lagt fram eitt til­boð í hverja lóð. Um­sækj­end­ur þurfa að upp­fylla skil­yrði um fjár­hags­legt hæfi sem til­greind eru í 3. gr. út­hlut­un­ar­reglna Mos­fells­bæj­ar.

Fyr­ir­spurn­ir má senda á mos@mos.is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00