Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að hefja úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis. Á svæðinu hafa verið skipulagðar 151 íbúðir sem mynda blandaða byggð í hlíð á móti suðri.
Byggingarrétti lóða við Úugötu verður úthlutað í tveimur hlutum á grunni úthlutunarskilmála sem lýsa fyrirkomulagi úthlutunar, verðlagningu og tímasetningum. Í fyrri úthlutun er óskað eftir tilboðum í byggingarrétt annars vegar fjögurra fjölbýla með 12 íbúðum hvert, alls 48 íbúðir, og hins vegar sjö raðhúsa, alls 24 íbúðir. Tveimur fjölbýlishúsum við Úugötu 10-12, alls 24 íbúðir, verður úthlutað til Bjargs íbúðafélags og lóðinni Úugötu 1 verður úthlutað til Þroskahjálpar undir fimm íbúða íbúðakjarna fyrir fatlaða.
Fyrri hluti úthlutunarinnar verður auglýstur á næstu vikum á vef Mosfellsbæjar og dagblöðum.
Áformað er að síðari úthlutun lóða á svæðinu, sem eru að mestu einbýlishúsa- og parhúsalóðir, eigi sér stað í september 2023. Nánari upplýsingar varðandi þá úthlutun verða auglýstar síðar.
Úthlutunarreglur samþykktar
Í úthlutunarreglunum verða skilyrði fyrir úthlutun tíunduð. Lóðunum verður úthlutað á grundvelli tilboðs í byggingarrétt hverrar lóðar en lágmarksverð verður lagt til grundvallar og tilboðum sem eru lægri en lágmarksverð verður hafnað.
Bæði einstaklingar og lögaðilar geta lagt fram tilboð í byggingarrétt lóða en hver umsækjandi getur þó aðeins lagt fram eitt tilboð í hverja lóð. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði um fjárhagslegt hæfi sem tilgreind eru í 3. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar.
Fyrirspurnir má senda á mos@mos.is.
Tengt efni
Mosfellsbær tekur á móti allt að 80 flóttamönnum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ.
Staða skólastjóra við Krikaskóla í Mosfellsbæ
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundastarfi. Starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar 25 ár í Kjarna
Þann 1. mars voru 25 ár liðin frá því að bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar fluttu í húsnæði sitt í Kjarna.