Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og lágmarksverð hverrar lóðar að Súluhöfða 32-57.
Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi. Þær lóðir sem eru fyrir neðan götu liggja samkvæmt deiliskipulagi að sjó með óskert útsýni yfir voginn og flóann auk þess að vera í næsta nágrenni við útivistarsvæði og golfvöll.
Einungis einstaklingum er heimilt að sækja um lóðirnar og heimilt er að gera tilboð í fleiri en eina lóð. Hver umsækjandi getur hinsvegar einungis fengið einni lóð úthlutað.
Sjá nánar um úthlutun og umsóknarferlið á vef Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Mikil eftirspurn eftir lóðum við Úugötu
Tilboð voru opnuð á opnum fundi á bæjarskrifstofunum í Mosfellsbæ kl. 13:00 í dag 5. maí.
Opnun tilboða í lóðir í 5. áfanga Helgafellshverfis
Opnun tilboða í lóðir í 5. áfanga Helgafellshverfis fer fram á opnum fundi kl. 13:00 á morgun, föstudaginn 5. maí.
Úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis samþykkt
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að hefja úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis. Á svæðinu hafa verið skipulagðar 151 íbúðir sem mynda blandaða byggð í hlíð á móti suðri.