Sú nýbreytni var gerð sl. vor að í stað þess að senda út bréf þegar barn fær úthlutað leikskólavist, eru upplýsingar settar inn á Íbúagátt um hvar barn fær úthlutað.
Þegar þessar upplýsingar eru komnar inn, fær umsóknin stöðuna úthlutað í stað mál í vinnslu. Smella verður á flipann Málin mín og þar á málsnúmer umsóknar til að sjá í hvaða leikskóla barnið hefur fengið leikskólavist.
Í framhaldi af því hefur foreldri samband við leikskólastjóra þess leikskóla sem barn fékk úthlutað sem upplýsir foreldri um hvenær aðlögun getur hafist. Aðlögun barna fer í flestum tilfellum fram í ágúst.
Upplýsingar um úthlutun koma inn á Íbúagátt nú í mars og apríl og verður úthlutað eftir aldri.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.