Öllum lóðum undir atvinnuhúsnæði við Desjamýri í Mosfellsbæ hefur nú verið úthlutað.
Desjamýri liggur við Úlfarsfell og afmarkast til norðurs af landi Lágafells. Svæðið býður upp á góðar samgöngur og fallegt umhverfi. Svæðið er hugsað sem athafnasvæði undir léttan iðnað sem hentar vel í nágrenni við íbúðabyggð.
Á þeim tíu lóðum sem eru skipulagðar munu rísa samtals um 25 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði.
Tengt efni
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells - Umsóknarfrestur til 19. júní 2024
Lóðir í suðurhlíðum Helgafells
Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóðir við Úugötu þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi.
Úthlutun lóða við Fossatungu og Langatanga lokið