Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. febrúar 2025

Upp­takt­ur­inn, tón­sköp­un­ar­verð­laun barna og ung­menna, gef­ur ungu fólki tæki­færi til að senda inn eig­in tón­smíð og móta hana svo úr verði full­skap­að tón­verk. Verk­ið er svo flutt í sam­starfi við nem­end­ur LHÍ og at­vinnu­tón­listar­fólk á Barna­menn­ing­ar­há­tíð í Hörpu þann 11. apríl nk.

Upp­takt­ur­inn er nú hald­inn í tólfta sinn. Alls hafa 148 tón­verk ver­ið flutt eft­ir um 220 þátt­tak­end­ur. Ár­lega eru send­ar inn um það bil 90 tón­smíða­hug­mynd­ir sem val­nefnd vel­ur úr.

Ung­menni í 5. – 10. bekk geta sent inn hug­mynd­ir að tón­smíð­um í því formi sem þau kjósa, á upp­töku eða með hefð­bund­inni eða óhefð­bund­inni nótna­skrift. Áhersla er lögð á að styðja þau í full­vinnslu hug­mynd­ar, en ung­menn­in sem kom­ast áfram taka þátt í tón­list­arsmiðju með nem­end­um í skap­andi tón­list­ar­miðlun við Lista­há­skóla Ís­lands, auk þess að vinna að út­setn­ing­um und­ir leið­sögn nem­enda tón­smíða­deild­ar.

Lengd tón­verks skal vera 1-5 mín­út­ur að há­marki, ann­að­hvort ein­leiks eða sam­leiksverk fyr­ir allt að sjö flytj­end­ur.

Hug­mynd­ir skulu berast ekki seinna en 21. fe­brú­ar á net­fang­ið upp­takt­ur­inn@gmail.com með nafni höf­und­ar, aldri, síma­núm­eri, tölvu­póst­fangi, grunn­skóla, titli verks og verk­inu á nót­um og/eða MP3 hljóð­skrá.

Nánari upplýsingar:

Upp­takt­ur­inn er á veg­um Hörpu í sam­starfi við Barna­menn­ing­ar­há­tíð Reykja­vík­ur, Tón­list­ar­borg­ina Reykja­vík, RÚV og Lista­há­skóla Ís­lands. Í sam­starfi við Upp­takt­inn eru einn­ig Sam­tök sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga, Tón­list­ar­mið­stöð Aust­ur­lands, Garða­bær, Borg­ar­byggð, Mos­fells­bær, Kópa­vogs­bær og Menn­ing­ar­fé­lag Ak­ur­eyr­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00