Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. mars 2016

Vegna mik­ill­ar um­ræðu og fjölda fyr­ir­spurna frá for­eldr­um barna sem æfa og leika sér á gervi­grasvöll­um við Varmá og á gervi­grasvöll­um við grunn­skól­ana í Mos­fells­bæ verð­ur grip­ið til eft­ir­far­andi ráð­staf­ana á næstu dög­um.

Um­hverf­is­stofn­un mun taka sýni á mis­mun­andi spar­kvöll­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, m.a. í Mos­fells­bæ, til að fá sýn­is­horn af mis­mun­andi gerð­um og sam­setn­ingu af dekkjark­urli til rann­sókna. Um er að ræða fleiri en eina gerð af gúmmík­urli á völl­um með mis­mun­andi sam­setn­ingu. Markmið rann­sókn­anna er að kanna skaðsemi um­rædds gúmmík­ur­ls og gefa í fram­hald­inu sveit­ar­fé­lög­um og öðr­um rekstr­ar­að­il­um sparkvalla með gúmmík­urli leið­bein­ing­ar varð­andi þörf á end­ur­nýj­un þeirra.Skv. upp­lýs­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un hafa sveit­ar­fé­lög á hinum Norð­ur­lönd­un­um ekki sett nein­ar tak­mark­an­ir á notk­un þessa dekkjak­ur­ls á spar­kvöll­um sín­um og telja ekki ástæðu til að láta fjar­lægja það.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um nið­ur­stöðu mæl­ing­anna og ákvarð­an­ir í kjöl­far­ið verða að­gengi­leg­ar á vef Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00