Vegna mikillar umræðu og fjölda fyrirspurna frá foreldrum barna sem æfa og leika sér á gervigrasvöllum við Varmá og á gervigrasvöllum við grunnskólana í Mosfellsbæ verður gripið til eftirfarandi ráðstafana á næstu dögum.
Umhverfisstofnun mun taka sýni á mismunandi sparkvöllum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Mosfellsbæ, til að fá sýnishorn af mismunandi gerðum og samsetningu af dekkjarkurli til rannsókna. Um er að ræða fleiri en eina gerð af gúmmíkurli á völlum með mismunandi samsetningu. Markmið rannsóknanna er að kanna skaðsemi umrædds gúmmíkurls og gefa í framhaldinu sveitarfélögum og öðrum rekstraraðilum sparkvalla með gúmmíkurli leiðbeiningar varðandi þörf á endurnýjun þeirra.Skv. upplýsingum frá Umhverfisstofnun hafa sveitarfélög á hinum Norðurlöndunum ekki sett neinar takmarkanir á notkun þessa dekkjakurls á sparkvöllum sínum og telja ekki ástæðu til að láta fjarlægja það.
Nánari upplýsingar um niðurstöðu mælinganna og ákvarðanir í kjölfarið verða aðgengilegar á vef Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Borðtennisfélag Mosfellsbæjar kynnt á bæjarhátíð
Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi í gær þann 24. ágúst 2023 sem hluta af dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari golfklúbba
Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku þátt í Íslandsmóti Gólfklúbba um síðastliðna helgi, liðin stóðu sig stórkostlega og urðu bæði Íslandsmeistarar.