Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna í Mosfellsbæ var haldin í Helgafellsskóla fimmtudaginn 24. mars.
Þar kepptu til úrslita 12 nemendur úr 7. bekk í þremur grunnskólum Mosfellsbæjar, Helgafellsskóla, Lágafellsskóla og Kvíslarskóla.
Úrslit urðu þau að Victoria Líf Pedro í Kvíslarskóla varð í fyrsta sæti, Elín Adriana Biraghi í Kvíslarskóla varð í öðru sæti og Halldór Ingi Kristjánsson í Lágafellsskóla varð í þriðja sæti.
Keppendur lásu brot úr sögunni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir.
Nemendur í Listaskóla Mosfellsbæjar sáu um tónlistarflutning og nemendur frá Kvíslarskóla og Lágafellsskóla lásu ljóð á swahili og pólsku.
Tengt efni
Breyttur útivistartími barna og ungmenna
Sumarið er komið og því fylgir meiri birta og breyttur útivistartími barna frá 1. maí.
Stóra upplestrarkeppnin 2021
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Lágafellsskóla þann 18. maí.
Það þarf heilt þorp til að ala upp barn - Rafrænn íbúafundur 8. apríl kl. 17:00
Mosfellsbær stendur fyrir rafrænum íbúafundi um málefni barna og ungmenna í Mosfellsbæ á Facebook síðu Mosfellsbæjar.