Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. mars 2022

Loka­há­tíð Upp­lestr­ar­keppni grunn­skól­anna í Mos­fells­bæ var hald­in í Helga­fells­skóla fimmtu­dag­inn 24. mars.

Þar kepptu til úr­slita 12 nem­end­ur úr 7. bekk í þrem­ur grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar, Helga­fells­skóla, Lága­fells­skóla og Kvísl­ar­skóla.

Úr­slit urðu þau að Victoria Líf Pedro í Kvísl­ar­skóla varð í fyrsta sæti, Elín Adri­ana Birag­hi í Kvísl­ar­skóla varð í öðru sæti og Halldór Ingi Kristjáns­son í Lága­fells­skóla varð í þriðja sæti.

Kepp­end­ur lásu brot úr sög­unni Víti í Vest­manna­eyj­um eft­ir Gunn­ar Helga­son og ljóð eft­ir Vil­borgu Dag­bjarts­dótt­ur. Auk þess lásu kepp­end­ur ljóð sem þeir völdu sjálf­ir.

Nem­end­ur í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sáu um tón­listar­flutn­ing og nem­end­ur frá Kvísl­ar­skóla og Lága­fells­skóla lásu ljóð á swahili og pólsku.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00