Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna í Mosfellsbæ var haldin í Helgafellsskóla fimmtudaginn 24. mars.
Þar kepptu til úrslita 12 nemendur úr 7. bekk í þremur grunnskólum Mosfellsbæjar, Helgafellsskóla, Lágafellsskóla og Kvíslarskóla.
Úrslit urðu þau að Victoria Líf Pedro í Kvíslarskóla varð í fyrsta sæti, Elín Adriana Biraghi í Kvíslarskóla varð í öðru sæti og Halldór Ingi Kristjánsson í Lágafellsskóla varð í þriðja sæti.
Keppendur lásu brot úr sögunni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir.
Nemendur í Listaskóla Mosfellsbæjar sáu um tónlistarflutning og nemendur frá Kvíslarskóla og Lágafellsskóla lásu ljóð á swahili og pólsku.
Tengt efni
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ 2022 - 2023
Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Kvíslarskóla fimmtudaginn 23. mars.
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2023-2024
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2023-2024 fer fram á þjónustugátt Mosfellsbæjar.