Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. ágúst 2017

Leik­skól­ar Mos­fells­bæj­ar og Krika­skóli hófu sitt starf í byrj­un ág­úst að loknu sum­ar­leyf­um.

Þessa dag­ana eru starfs­menn leik­skól­anna að taka á móti börn­um ár­gangi barna fædd 2015 sem og nýj­um nem­end­um, eldri börn­um, en öll börn fædd 2015 eða fyrr hafa feng­ið út­hlutað leik­skóla­plássi hafi þau sótt um fyr­ir sum­ar­frí.

Unn­ið er í af­greiðslu um­sókna barna fædd 2015 eða fyrr sem bár­ust seinni hluta sum­ars og verða þær af­greidd­ar eins fljótt og auð­ið er.

Starfs­fólk grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar hófu störf fyrr í þess­um mán­uði við vinnu að und­ir­bún­ingi kennslu og öðr­um verk­efn­um er fylgja skólastarfi og komu nem­enda. Grunn­skól­ar Mos­fells­bæj­ar verða sett­ir á morg­un mið­viku­dag­inn 23. ág­úst.

Fræðslu­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar býð­ur starfs­menn leik- og grunn­skóla, leik­skóla­börn og grunn­skóla­nem­end­ur vel­komin til starfa og hvet­ur alla, börn sem full­orðna, til að ganga, hjóla eða nýta sér ann­an vist­væn­an ferða­máta til að koma sér í og úr skóla.

Mos­fell­ing­ar, sýn­um ýtr­ustu var­kárni og til­lits­semi í um­ferð­inni nú sem endra­nær og mun­um að við erum fyr­ir­mynd­ir barna okk­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00