Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í byrjun ágúst að loknu sumarleyfum.
Þessa dagana eru starfsmenn að taka á móti börnum fædd 2014 sem og nýjum nemendum, eldri börnum, en öll börn fædd 2014 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi hafi þau sótt um fyrir sumarfrí.
Umsóknir barna fædd 2014 eða fyrr sem bárust eftir 1. júlí verða afgreiddar eins fljótt og auðið er.
Starfsfólk grunnskóla Mosfellsbæjar hófu störf fyrr í þessum mánuði við vinnu að undirbúningi kennslu og öðrum verkefnum er fylgja skólastarfi og komu nemenda. Grunnskólar Mosfellsbæjar hefja kennslu í næstu viku en skólasetningar fara fram þriðjudaginn 23. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins í hverjum skóla má finna á vefjum skólanna en þar er einnig að finna hagnýtar upplýsingar um upphaf kennslu hvers árgangs.
Athugið að umsóknir um mötuneyti og frístund þurfa að berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. ágúst.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar býður starfsmenn leik- og grunnskóla, börn og nemendur velkomin til starfa og hvetur alla, börn sem fullorðna, til að ganga, hjóla eða nýta sér annan vistvænan ferðamáta til að koma sér í og úr skóla.
Mosfellingar, sýnum ýtrustu varkárni og tillitssemi í umferðinni nú sem endranær og munum að við erum fyrirmyndir barna okkar.
Tengt efni
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Stóra upplestrarkeppnin í Mosfellsbæ 2022 - 2023
Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Kvíslarskóla fimmtudaginn 23. mars.