Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2022

Vinnu við snjóruðn­ing er við það að ljúka í dag en sú vinna hófst klukka fjög­ur í nótt. Strætó­leið­ir verða þó rudd­ar á með­an Strætó geng­ur.

Á milli ruðn­inga hef­ur skaf­ið í all­an dag sem hef­ur í för með sér til­heyr­andi um­ferð­ar­vanda. Í augna­blik­inu er tæp­lega fært inn­an bæj­ar nema á vel bún­um bíl­um og íbú­ar hvatt­ir til að taka mið af því.

Dans­leik sem átti að vera í Hlé­garði í kvöld hef­ur ver­ið af­lýst.

Plön við stofn­an­ir bæj­ar­ins eru rudd en á milli skef­ur eins og verða vill. Vakin er at­hygli á að inn­an­gengt er á milli Hamra og Hlað­hamra sem auð­veld­ar við­brögð ef upp koma neyð­ar­til­vik sem krefjast að­komu sjúkra­bíla.

Við vökt­um um­ræðu á íbú­a­síð­um og síð­um Mos­fells­bæj­ar og bregð­umst við á vett­vangi. Leys­um þetta sam­an.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00