Vinnu við snjóruðning er við það að ljúka í dag en sú vinna hófst klukka fjögur í nótt. Strætóleiðir verða þó ruddar á meðan Strætó gengur.
Á milli ruðninga hefur skafið í allan dag sem hefur í för með sér tilheyrandi umferðarvanda. Í augnablikinu er tæplega fært innan bæjar nema á vel búnum bílum og íbúar hvattir til að taka mið af því.
Dansleik sem átti að vera í Hlégarði í kvöld hefur verið aflýst.
Plön við stofnanir bæjarins eru rudd en á milli skefur eins og verða vill. Vakin er athygli á að innangengt er á milli Hamra og Hlaðhamra sem auðveldar viðbrögð ef upp koma neyðartilvik sem krefjast aðkomu sjúkrabíla.
Við vöktum umræðu á íbúasíðum og síðum Mosfellsbæjar og bregðumst við á vettvangi. Leysum þetta saman.