Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. nóvember 2021

Sam­kvæmt sam­komu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um upp­bygg­ingu skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er gert ráð fyr­ir um 5,2 millj­arða kr. fjár­fest­ingu í inn­við­um vegna skíða­iðkun­ar til árs­ins 2026.

Markmið upp­bygg­ing­ar­inn­ar er að bæta að­stöðu og þjón­ustu fyr­ir alla hópa skíða­ið­k­enda. Gert er ráð fyr­ir því að sett­ar verði upp nýj­ar stóla­lyft­ur, Gosi og Drottn­ing, í Bláfjöll­um, en auk þess er m.a. gert ráð fyr­ir snjó­fram­leiðslu á skíða­svæð­un­um, nýrri tog­lyftu í Kerl­ing­ar­dal, lyftu í Eld­borg­argili og­Skála­felli auk upp­bygg­ing­ar á skíða­göngu­svæði. Sér­stak­ur verk­efna­hóp­ur hef­ur ver­ið starf­rækt­ur á vett­vangi SSH til þess m.a. að und­ir­búa verk­efn­in og fylgja þeim eft­ir. Þá hef­ur ver­ið ráð­inn verk­efna­stjóri sem starfa mun með verk­efna­hópn­um og stjórn­end­um skíða­svæð­is­ins m.a. til að fylgja eft­ir samn­ing­um, hönn­un og fram­kvæmd ásamt al­mennu ut­an­um­haldi verk­efn­is­ins.

Í fyrsta áfanga verk­efn­is­ins hef­ur ver­ið sam­ið við Dopp­elmayr skíða­lyft­ur ehf., sem var lægst­bjóð­andi í sam­keppn­isút­boði, um kaup og upp­setn­ingu á skíða­lyft­un­um Gosa, sem áætlað er að verði af­hent á ár­inu 2022, og Drottn­ingu, sem áætlað er að verði af­hent á ár­inu 2023. Und­ir­bún­ings­vinna vegna fram­kvæmd­anna er þeg­ar hafin og geng­ur sam­kvæmt áætl­un­um. Heild­ar­kostn­að­ur af upp­setn­ingu lyftna og tengd­um verk­efn­um í fyrsta áfanga er áætl­að­ur um 2,4 millj­arð­ar kr.

Í til­efni þessa skrif­uðu full­trú­ar stjórn­ar SSH og Dopp­elmayr á Ís­landi und­ir samn­ing að­ila. Við sama tæki­færi fór fram kynn­ing á fyr­ir­hug­uð­um fram­kvæmd­um fyr­ir helstu hags­muna­að­il­um, s.s. for­mönn­um skíða­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Samn­ing­inn und­ir­rit­uðu Gunn­ar Ein­ars­son formað­ur stjórn­ar SSH og Páll Björg­vin Guð­munds­son­fram­kvæmda­stjóri SSH fyr­ir hönd SSH og Ómar Ívars­son og Ingvar Ívars­son fyr­ir hönd Dopp­elmayr á Ís­landi.

Undirritun samnings

Frá vinstri: Björg Fenger full­trúi í Sam­ráð­s­nefnd skíða­svæð­anna og verk­efna­hópi um fram­kvæmd­irn­ar, Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH, Gunn­ar Ein­ars­son formað­ur stjórn­ar SSH, Ómar Ívars­son og Ingvar Ívars­son frá Dopp­elmayr skíða­lyft­um, Hildigunn­ur Haf­steins­dótt­ir lög­fræð­ing­ur SSH.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00