Jólagarðurinn við Hlégarð hefur slegið í gegn á aðventunni. Verkefnið var kosið í Okkar Mosó 2021.
Næstu sunnudaga verða ýmsar uppákomur í garðinum milli klukkan 13:00 og 17:00. Hátíðarvagninn mætir með heitt kakó og piparkökur og jólatónlist mun óma um garðinn. Kl. 14:00 sunnudaginn 12. desember mæta Eysteinn álfur og Hulda búálfur og heilsa upp á börnin auk þess sem jólasveinar verða á vappi og Kammerkór Mosfellsbæjar syngur kl. 15:30. Sunnudaginn 19. desember verður það Karlakór Kjalnesinga sem syngur nokkur lög kl. 14:00 og 15:30 auk þess sem jólasveinar verða á ferðinni.
Tilvalið fyrir alla að upplifa ljósadýrðina og skapa minningar á aðventunni. Nægt pláss er á svæðinu og fólk hvatt til að virða sóttvarnir og fjarlægðarmörk.
Sunnudagur 12. desember
- kl. 13:00-17:00 Hátíðarvagninn með heitt súkkulaði og jólatónlist
- kl. 14:00 Eysteinn álfur og Hulda búálfur syngja og heilsa upp á börnin
- kl. 14:30 Jólasveinar á vappi
- kl. 15:30 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur
- kl. 16:00 Jólasveinar á vappi
Sunnudagur 19. desember
- kl. 13:00-17:00 Hátíðarvagninn með heitt súkkulaði og jólatónlist
- kl. 14:00 Karlakór Kjalnesinga syngur
- kl. 14:30 Jólasveinar á vappi
- kl. 15:30 Karlakór Kjalnesinga syngur
- kl. 16:00 Jólasveinar á vappi
Tengt efni
Fjölmenni á opnu húsi fyrir eldri borgara
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Félagsstarfið í Brúarland
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fékk í dag Brúarland til afnota fyrir starf sitt. Þá mun félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) einnig fá aðstöðu í húsinu.