Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. desember 2021

Jóla­garð­ur­inn við Hlé­garð hef­ur sleg­ið í gegn á að­vent­unni. Verk­efn­ið var kos­ið í Okk­ar Mosó 2021.

Næstu sunnu­daga verða ýms­ar uppá­kom­ur í garð­in­um milli klukk­an 13:00 og 17:00. Há­tíð­ar­vagn­inn mæt­ir með heitt kakó og pip­ar­kök­ur og jóla­tónlist mun óma um garð­inn. Kl. 14:00 sunnu­dag­inn 12. des­em­ber mæta Ey­steinn álf­ur og Hulda búálf­ur og heilsa upp á börn­in auk þess sem jóla­svein­ar verða á vappi og Kammerkór Mos­fells­bæj­ar syng­ur kl. 15:30. Sunnu­dag­inn 19. des­em­ber verð­ur það Karla­kór Kjalnes­inga sem syng­ur nokk­ur lög kl. 14:00 og 15:30 auk þess sem jóla­svein­ar verða á ferð­inni.

Til­val­ið fyr­ir alla að upp­lifa ljósa­dýrð­ina og skapa minn­ing­ar á að­vent­unni. Nægt pláss er á svæð­inu og fólk hvatt til að virða sótt­varn­ir og fjar­lægð­ar­mörk.

Sunnu­dag­ur 12. des­em­ber

  • kl. 13:00-17:00 Há­tíð­ar­vagn­inn með heitt súkkulaði og jóla­tónlist
  • kl. 14:00 Ey­steinn álf­ur og Hulda búálf­ur syngja og heilsa upp á börn­in
  • kl. 14:30 Jóla­svein­ar á vappi
  • kl. 15:30 Kammerkór Mos­fells­bæj­ar syng­ur
  • kl. 16:00 Jóla­svein­ar á vappi

Sunnu­dag­ur 19. des­em­ber

  • kl. 13:00-17:00 Há­tíð­ar­vagn­inn með heitt súkkulaði og jóla­tónlist
  • kl. 14:00 Karla­kór Kjalnes­inga syng­ur
  • kl. 14:30 Jóla­svein­ar á vappi
  • kl. 15:30 Karla­kór Kjalnes­inga syng­ur
  • kl. 16:00 Jóla­svein­ar á vappi

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00